Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein“

„Fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein“

„Sannarlega þarf að standa vel að verki og vinna í góðri sátt við náttúruna, þar með talið villta laxastofna. Til þess stendur vilji laxeldismanna sem sammæltust um það með veiðiréttáreigendum og fulltrúum sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis, að „framtíð fiskeldis skuli grundvallast á vísindlegum rannsóknum, eldistilraunum og vöktun í ám“. Og ennfremur: „mikilvægt sé að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar og verði þannig sterk og öflug atvinnugrein“

Vilja stórauka fiskeldi í ríkjum Evrópusambandsins

Vilja stórauka fiskeldi í ríkjum Evrópusambandsins

Fiskeldisframleiðsla í ríkum Evrópusambandsins gæti aukist um fjórðung, eða um 25 prósent,árið 2020, ef hrint væri í framkvæmd fyrirliggjandi tillögum sem miða að því að örva fiskeldi í löndum sambandsins. Þetta kemur fram í drögum að tillögu sem unnin hefur verið í sjávarútvegsnefnd þings Evrópusambandsins og var lögð fram til kynningar í meðlimaríkjunum nú í febrúar.

„Mjög spennandi verkefni á Kópaskeri“

„Mjög spennandi verkefni á Kópaskeri“

Uppbygging eldisstöðvar fyrir laxaseiði á Röndinni á Kópaskeri er háð því að Fiskeldi Austfjarða fái leyfi til framleiðsluaukningar í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fiskeldinu gæti fylgt 10 til 15 störf, segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta verkefni á Kópaskeri er mjög spennandi; mikil þekking á svæðinu og góðar aðstæður,“ segir Guðmundur.

Fimbulfamb Fréttablaðsritstjórans

Fimbulfamb Fréttablaðsritstjórans

En kjarni málsins er þó sá að fiskeldi hér á landi er byggt á vísindalegum grundvelli. Um þetta sammæltust fulltrúar veiðiréttareigenda og fiskeldismanna, umhverfisráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í stefnumótunarnefnd sem lauk störfum á síðasta hausti. Stefna stjórnvalda er líka skýr um uppbyggingu fiskeldis sem vistvænnar atvinnugreinar á vísindalegum grundvelli. Varfærið burðarþolsmat og áhættumat sem Hafrannsóknarstofnun framkvæmir eru hornsteinar þeirrar stefnu.

Síða 4 af 49« Fyrsta...23456...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.