Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi“

„Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi“

„Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóða á geysi fjölmennum borgarafundi sem haldinn var á Ísafirði, sl. sunnudag ( 24. september) þar sem rætt var um framfara og hagsmunamál Vestfirðinga.

Þar ber hæst. Uppbygging laxeldis á Vestfjörðum. Vegagerð um Gufudalssveit ( Teigsskóg). Uppbygging raforkuframleiðslu í fjórðungnum með hringtengingu Vestfjarða.

Milljarða tekjuaukning sveitarfélaganna með auknu fiskeldi

Milljarða tekjuaukning sveitarfélaganna með auknu fiskeldi

Útsvarstekjur sveitarfélaga, vegna fiskeldis sem næmi 70 þúsund tonnum, eins og áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar gerir ráð fyrir, gætu numið 1,3 – 1,4 milljörðum króna á ári. Yrði fiskeldið 130 þúsund tonn, í samræmi við það burðarþolsmat sem Hafrannsóknastofnunin hefur gert, næmu útsvarstekjur sveitarfélaganna 2,5 milljörðum króna.

Dauðafæri stjórnmálamanna

Dauðafæri stjórnmálamanna

„Frjálslyndir stjórnmálamenn ættu í raun að sleikja út um eins og Steinríkur með villigölt í fanginu. Hér er ekki verið að tala um handstýrðar stjórnvaldsaðgerðir. Ekki er verið að færa til fjármuni eða verðmæti á milli landshluta. Ekki er verið að sulla saman einkafjármagni og opinberu fjármagni. Það eina sem stjórnmálamennirnir þurfa að gera er að flækjast ekki fyrir athafnamönnum og koma í veg fyrir að embættismenn, sem ekki eru lýðræðislega kjörnir, hirði af þeim umboðið. Stjórnmálamennirnir geta síðan mokað inn atkvæðum á svæðinu í kosningum næstu árin.“

Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu

Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu

Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir. Ef burðarþolsmatið ( 130 þúsund tonn) réði þá má áætla að um 7.300 manns hefðu afkomu af þessari starfsemi.

Síða 4 af 39« Fyrsta...23456...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.