Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Fiskeldi er framtíðaratvinnugrein á Íslandi

Fiskeldi er framtíðaratvinnugrein á Íslandi

Gætileg uppbygging, undir ströngu eftirliti þar sem gerðar eru strangar umhverfiskröfur eins og reyndin er, skapar því ekki þá áhættu sem ætla má af glannalegum fullyrðingum sem dynja oft yfir í fjölmiðlaumræðunni. Þetta eru lokaorð greinar Einars K. Guðfinnssonar formanns LF sem birtist í blaðinu Öldunni.

Maðurinn lifir ekki á laxi einum saman….

Maðurinn lifir ekki á laxi einum saman….

En maðurinn lifir ekki á laxi einum saman, eins og bent hefur verið á. Hið andlega fóður skiptir líka máli og dagskráin endurspeglaði það: Bubbi Mortens og listamenn frá Bíldudal sáu um það verk og leystu með miklum sóma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mætti á svæðið með aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Jónssyni og nýttu þau tækifærið til þess að kynna sér fiskeldisstarfsemina. Fóru þau meðal annars út í nýja fóðurprammann Arnaborg.

10 þúsund tonna laxaframleiðsla hafin á Austfjörðum

10 þúsund tonna laxaframleiðsla hafin á Austfjörðum

Áfangar nást þessa dagana hjá austfirsku laxeldisfyrirtækjunum. Nýjar og öflugar sjókvíar hafa verið settar upp í Berufirði og Reyðarfirði og norskt leiguskip, svokallaður brunnbátur, er að flytja laxaseiði frá seiðastöðvum fyrirtækjanna í Þorlákshöfn. Á bilinu 1800 til 1900 þúsund seiði eru sett út þessa dagana og mun það skila um 10 þúsund tonnum af laxi í fyllingu tímans.
Þetta om fram í frétt Morgunblaðsins. Hér á eftir fylgir fréttin í heild sinni.

Engar ábendingar um efnislega annmarka á starfsleyfinu

Engar ábendingar um efnislega annmarka á starfsleyfinu

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því í fyrradag er fellt úr gildi starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi á vegum fyrirtæksins Háafells í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Eins og Umhverfisstofnun (UST) bendir á í tilkynningu á heimasíðu sinni, koma ekki fram ábendingar í úrskurði nefnarinnar um efnislega annmarka á starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Enda segir ma í úrskurðinum: „Óumdeilt er að Umhverfisstofnun gaf umsagnir í tilefni af mati á umhverfisáhrifum umrædds fiskeldis og dregur úrskurðarnefndin í sjálfu sér ekki í efa að álit Skipulagsstofnunar hafi verið lagt til grundvallar hinu kærða starfsleyfi.“ Athugasemdir nefndarinnar lúta einkanlega að málsmeðferð og formsatriðum, sem skipta vissulega miklu máli.

Síða 4 af 29« Fyrsta...23456...1020...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.