Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Hægt verði að skapa fiskeldinu sterka lagaumgjörð“

„Hægt verði að skapa fiskeldinu sterka lagaumgjörð“

„Lagafrumvarpið um fiskeldið er gífurlega stórt verkefni sem við kláruðum ekki í vor vegna þess að mér og fleirum fannst að það væri ekki fullþroskað og ekki hægt að afgreiða það í einhverjum flýti. Vonandi næst góð samstaða um þetta mikilvæga mál og að hægt verði að skapi greininni sterka lagaumgjörð sem tryggir sjálfbærni og framtíðaruppbyggingu og sátt gagnvart öðrum atvinnugreinum sem og að staðið verði vörð um villta laxastofninn. Það verður að ná sem bestri sátt milli ólíkra sjónarmiða í þessum málum og ég tel að það eigi að vera hægt, vilji er allt sem þarf.“

„Nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi“

„Nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi“

„Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.“

Úr 200 tonna eldi á regnbogasilungi í 1200 tonna framleiðslu

Úr 200 tonna eldi á regnbogasilungi í 1200 tonna framleiðslu

Fiskeldisfyrirtækið ÍS-47, sem er með starfsemi sína í Önundarfirði hefur sótt um 1.200 tonna leyfi til eldis á regnbogasilungi. Burðarþolsmat fjarðarins er 2.500 tonn. Fyrirtækið er nú að endurnýja eldisbúnað sinn með nýjum kvíum sem uppfylla staðalinn NS 9415.

Síða 4 af 58« Fyrsta...23456...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.