Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif

Sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif

Niðurstöður vísindamanna liggja nú fyrir. Ljóst er að sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði sjávar sem Loðnuvinnslan h.f. mun nota.

„Af þessum tveimur rannsóknum má sjá algerlega ótvíræða niðurstöðu. Vatnsinntak Loðnuvinnslunnar er 6,7 km frá næstu kvíum í straumstefnu (mynd 2) þannig að algerlega útilokað er að þeir muni nokkurn tíman finna neina breytingu á sínum vatnsgæðum vegna sjókvíaeldis í firðinum“.

„Mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt“

„Mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt“

„Það er mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt og skapar bæði verðmæti og störf, en þróun næstu ára þarf að grundvallast á vísindalegum rannsóknum og áhættumati“. Þetta segir Kristján Þór Júlíusson nýr sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Fiskeldi felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar

Fiskeldi felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar

„Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar, en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ – Með þessum orðum hefst kaflinn um fiskeldi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hér má lesa kaflann um fiskeldismálin í heild sinni.

Eitt helsta tækifærið til vaxtar er í fiskeldinu

Eitt helsta tækifærið til vaxtar er í fiskeldinu

Runólfur Geir Benediktsson forstöðumaður Sjávarútvegsteymis Íslandsbanka segir að eitt helsta tækifæri Íslands til vaxtar í sjávarútvegi sé á sviði fiskeldis. „Alþjóðlega hefur vöxturinn verið í fiskeldi. Það hefur sexfaldast á árunum 1990 til 2016. Á sama tíma hafa fiskveiðar nánast staðið í stað og vænta má að fiskveiðar muni dragast saman þegar fram í sækir“.

Síða 4 af 44« Fyrsta...23456...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.