Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækin þrjú sem hafa undirbúið laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa lýst yfir óbreyttum ásetningi sínum, þrátt fyrir að áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar geri ekki ráð fyrir laxeldi í Djúpinu. Þá hafa þingmenn og forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi látið í ljósi eindreginn stuðning við að laxeldi verði í Ísafjarðardjúpi og hvatt til þess að áhættumatið fyrir Djúpið verði endurskoðað sem allra fyrst. Bent er á að áhættumatið taki ekki tillit til mögulegra fyrirbyggjandi aðgerða, annarrar mögulegrar eldistækni né mótvægisaðgerða sem hafi það að markmiði að draga úr hættu á slysasleppingum og þar með erfðablöndun.

Eldisáin í Breiðdal

Eldisáin í Breiðdal

„Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á laxaseiðum í ána af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal. Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.“
Þetta kemur fram í grein eftir Einar Örn Gunnarsson, stjórnarmann í Löxum fiskeldi ehf.

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð

Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi. –
•30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík.
•Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf.
•Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp.
•Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum.

Þetta kemur fram í grein sem Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík ritaði á dögunum í Fréttablaðið.

Laxeldi í Djúpinu – Miklir hagsmunir heimamanna

Laxeldi í Djúpinu – Miklir hagsmunir heimamanna

Kristín Hálfdánsdóttir bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ „Ekkert skiptir okkur íbúa norðanverða Vestfjarða meira máli og nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn leggist á árarnar og rói lífróður með laxeldi. Við verðum að berjast, öll sem eitt! Við megum ekki láta stjórnmálamenn komast upp með að koma sér undan ábyrgri afstöðu og þeir hafi kjark og þor til að standa með okkur í þessum mikla hagsmunamáli. Að málið sé unnið af fagmennsku en ekki byggt á tilfinningum einum, og meiri hagsmunir teknir fram fyrir minni. Að gríðarlegum hagsmunum okkar sé ekki hent fyrir róða vegna óverulegrar áhættu á erfðamengun í laxveiðiám í Djúpinu. Ég myndi vilja horfa í augu ráðarmanna þegar þeir segja okkur Vestfirðingum að þeir þori ekki að ganga gegn ósanngjörnum kröfum laxveiðimanna.“

Síða 4 af 36« Fyrsta...23456...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.