Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Fáum afskaplega góð viðbrögð úti á markaðnum“

„Fáum afskaplega góð viðbrögð úti á markaðnum“

„Við erum glænýtt fyrirtæki þannig séð. Reksturinn var stofnaður árið 2010 og síðasta ár framleiddum við í raun í fyrsta skipti vöru til útflutnings. Við framleiddum sex þúsund tonn af slægðum heilum laxi, ferskum. Þess vegna erum við svo spennt fyrir Brusselsýningunni, við erum að fá afskaplega góð viðbrögð úti á markaðnum við vörunni. Við fáum alla viðskiptavinina okkar í heimsókn þar. Þannig að við hlökkum mjög til að treysta böndin.“
Þetta segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax, í viðtali við 200 mílur, sjávarútvegsblað Morgunblaðsins.

Ísland framleiðir um 80% af allri eldisbleikju í heiminum

Ísland framleiðir um 80% af allri eldisbleikju í heiminum

Bleikjueldi er ekki stór iðnaður en Ísland hefur þar yfirburðastöðu, framleiðir um 80% af allri eldisbleikju í heiminum. Árni Ólafsson er eigandi og framkvæmdastjóri Menju og segir hann bleikjuna sækja á hægt og rólega en fá sérstaklega meðbyr þegar laxaverð er hátt. Þetta kemur fram í viðtali við 200 milur, sjávarútvegsblað Morgunblaðsins í dag.

Sjókvíaeldisfyrirtækin fjármagna 87 milljóna króna vísindastyrki

Sjókvíaeldisfyrirtækin fjármagna 87 milljóna króna vísindastyrki

Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur úthlutað tæpum 90 milljónum króna til vísindaverkefna á þessu ári. Sjóðurinn er að fullu fjármagnaður með árgjaldi af rekstrarleyfishöfum sjókvíaeldis sem greiða árlegt gjald fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða samkvæmt rekstrarleyfi. Alls hefur verið úthlutað 165 milljónum króna á þremur árum.

Norsk rannsókn staðfestir íslenskar niðurstöður um heilnæmi laxeldisafurða

Norsk rannsókn staðfestir íslenskar niðurstöður um heilnæmi laxeldisafurða

Ný norsk rannsókn bendir til að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi heldur en eldislaxi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart í ljósi umræðunnar og fullyrðinga ýmissa um óhollustu fiskeldisafurða. Þessi rannsókn staðfestir margar aðrar rannsóknir sem sýna fram á hollustu laxfiska, svo sem vegna mikils innihalds af omega 3. Engu að síður var magn óæskilegra efna í báðum tilvikum langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem kveðið er á um.

Síða 39 af 57« Fyrsta...102030...3738394041...50...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.