Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Skattaspor Arnarlax um 616 milljónir króna

Skattaspor Arnarlax um 616 milljónir króna

Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax er þeirar skoðunar að fiskeldisgreinin þurfi meiri eftirlit og athygli. Skattaspor fyrirtækisins sem er um 616 milljónir króna sýnir hvað fyrirtækið leggur til samfélagsins í formi skattgreiðslna og gjalda. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins – Viðskipta Moggans í dag. Umfjöllun Morgunblaðsins birtist hér í heild sinni.

Fiskeldið dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Fiskeldið dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Fróðlegt er að velta fyrir sér hvernig hlutur einstakra atvinnugreina getur verið í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla þannig að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar og áform eins og birtust í undirskrift okkar á Parísasamkomulaginu í loftslagsmálum.

Tökum fiskeldið sem dæmi:
Almennt talað skilur fiskframleiðsla eftir sig mjög grunn kolefnisfótspor, sérstaklega ef borið er saman við ýmsa aðra fæðuframleiðslu. Kolefnisfótsporið til dæmis tvöfalt stærra í svínakjötsframleiðslu og margfalt meira í nautakjötsframleiðslu en í fiskeldi, svo dæmi séu tekin.

Orð til sportveiðimanna og kvenna

Orð til sportveiðimanna og kvenna

„Að mínu mati er augljóst að þegar sportveiðimenn fullyrða að eldislax frá sjókvíafyrirtækjunum veiðist „í ám um allt land“ sé um að ræða eldislax frá sjálfum veiðiréttarhöfunum sem þeir sleppa í stórum stíl, beint í árnar. Það er mikilvægt að fjallað sé um þessi mál eins og þau eru í stað þess að leitast sífellt við að hengja bakara fyrir smið. Einhverra hluta vegna virðist það þó ekki forgangsmál að veita almenningi upplýsingar um eldislax veiðiréttarhafa í íslenskum laxveiðiánum“.

Þannig kemst Guðmundur Valur Stefánsson, cand. scient í sjávar og fiskalíffræði að orði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, miðvikudag. Hjálagt fylgir grein hans í heild

Síða 39 af 53« Fyrsta...102030...3738394041...50...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.