Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Sjókvíaeldisfyrirtækin fjármagna 87 milljóna króna vísindastyrki

Sjókvíaeldisfyrirtækin fjármagna 87 milljóna króna vísindastyrki

Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur úthlutað tæpum 90 milljónum króna til vísindaverkefna á þessu ári. Sjóðurinn er að fullu fjármagnaður með árgjaldi af rekstrarleyfishöfum sjókvíaeldis sem greiða árlegt gjald fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða samkvæmt rekstrarleyfi. Alls hefur verið úthlutað 165 milljónum króna á þremur árum.

Norsk rannsókn staðfestir íslenskar niðurstöður um heilnæmi laxeldisafurða

Norsk rannsókn staðfestir íslenskar niðurstöður um heilnæmi laxeldisafurða

Ný norsk rannsókn bendir til að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi heldur en eldislaxi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart í ljósi umræðunnar og fullyrðinga ýmissa um óhollustu fiskeldisafurða. Þessi rannsókn staðfestir margar aðrar rannsóknir sem sýna fram á hollustu laxfiska, svo sem vegna mikils innihalds af omega 3. Engu að síður var magn óæskilegra efna í báðum tilvikum langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem kveðið er á um.

Skipuleg uppbygging fiskeldis

Skipuleg uppbygging fiskeldis

Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.
Þetta kemur fram í meðfylgjandi grein sem Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva skrifaði í Fréttablaðiðí gær, miðvikudag.

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Þannig hefst grein eftir Einar K. Guðfinnsson formann Landssambands fiskeldisstöðva sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 10. mars.

Síða 35 af 53« Fyrsta...102030...3334353637...4050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.