Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Áhættumat og Breiðdalsá

Áhættumat og Breiðdalsá

Það væri virkilega óábyrgt að ætla að láta þessa skýrslu ráða ferðinni í uppbyggingu fiskeldis við Ísland vegna þess að hún er ekki nægilega vel unnin en í henni er farið á svig við grundvallarþætti vísindalegra vinnubragða og verklags og stuðst við getgátur og sögusagnir án heimilda.
Mikið er í húfi, orðspor Hafró, hagsmunir sveitarfélaga á svæðum sem hafa átt undir högg að sækja, lífsviðurværi fjölda fjölskyldna, auk þess sem upp-byggingu sem kostað hefur milljarða er teflt í tvísýnu. Þetta kemur fram í grein eftir Svein Kristján Ingimarsson fiskeldisfræðing í tilefni af áhættumatsskýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar.

Miklar ályktanir dregnar af fátæklegum gögnum

Miklar ályktanir dregnar af fátæklegum gögnum

Þetta er ævintýraleg túlkun á fátæklegum gögnum og hrein ágiskun. Þetta segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur í grein sem hann hefur ritað á heimasíðu sína um umfjöllun í áhættumatsskýrslu Hafrannasóknarstofnunarinnar um mögulega erfðablöndun á laxi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Vegna fiskeldisins snýr unga fólkið aftur til Vestfjarða

Vegna fiskeldisins snýr unga fólkið aftur til Vestfjarða

Friðbjörg Matthíasdóttir starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð og Indriði Indriðason sveitatstjóri á Tálknafirði segja fiskeldi hafa gjörbreytt atvinnulífi svæðisins. Íbúum sé aftur tekið að fjölga. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
Fram kemur að atvinnulífið hafi breyst til batnaðar með tilkomu fiskeldis. Það hafi m.a. vegið upp samdrátt í hefðbundinni fiskvinnslu og unga fólkið hafi snúið aftur til Vestfjarða.

Laxeldi er mikilvægasta útflutningsgreinin á sviði matvæla í Skotlandi

Laxeldi er mikilvægasta útflutningsgreinin á sviði matvæla í Skotlandi

Rekja má sögu skosks fiskeldis 50 ár aftur í tímann. Upphaflega var litið á fiskeldið í Skotlandi sem lið í því að auka fjölbreytni atvinnulífs og útflutnings. Í dag er staðan hins vegar sú að fiskeldið er orðið stærsta útflutningsgreinin á sviði matvæla í Skotlandi og skapar um átta þúsund störf.

Síða 32 af 62« Fyrsta...1020...3031323334...405060...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.