Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Uppbygging víkur – Fyrir hverju?

Uppbygging víkur – Fyrir hverju?

„Áætlað hefur verið að byggja upp í Djúpinu um 30 þúsund tonna laxeldi. Áætlað útflutningsverðmæti þess eldis er áætlað um 25 milljarðar á ári. Byggðastofnun telur að um 200 bein og afleidd störf skapist við hver tíu þúsund tonn laxeldis. Samtals gætu því 600 bein og óbein störf orðið til í byggðum við Ísafjarðardjúp vegna laxeldis. Því er um gríðarlega beina fjárhagslega og byggðalega hagsmuni að ræða. Ráði áhættumat Hafrannsóknarstofnunar munu þessir hagsmunir víkja.“
Þannig kemst Halldór Jónsson rekstrarstjóri á Akranesi að orði.

Stóra myndin í uppbyggingu fiskeldis

Stóra myndin í uppbyggingu fiskeldis

Mikilvægt er að Hafrannsóknarstofnun fái ráðrúm til þess að klára sína rannsóknar og þróunarvinnu. Í dag er ekki hægt að leggja þær rannsóknir til grundvallar ákvarðanatöku um framtíð fiskeldis.

Sé horft til þess, mögulegra mótvægisaðgerða og hinna jákvæðu samfélagsáhrifa eru engar forsendur fyrir því að loka Djúpinu.

Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar

Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar

Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum.
– Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? – Þetta segir í grein sem Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva skrifaði nýverið í Fréttablaðið

Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp að engu hafðir.

Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp að engu hafðir.

Margskonar lífstofnar búa um sig við Ísafjarðardjúp. Stofn manna hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og áratugi á þessu svæði, og á Vestfjörðum í heild.

Það er ófrávíkjanleg krafa okkar þessi stofn njóti skilnings, fagmennsku og sanngjarnrar meðferðar þegar kemur að því að ákveða næstu skref framtíðar-atvinnuuppbyggingar Vestfjarða, fiskeldis. Til þess að svo verði þarf megin útgangspunktur þeirrar ákvörðunar vera félagslegt samfélag og sjálfbær vöxtur þess.

Það er réttur fólksins við Ísafjarðardjúp að það sé sett í forgang atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Af þeirri kröfu gefum við engan afslátt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitar- og bæjarstjórum Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar. Yfirlýsingin fer hér í heild sinni.

Síða 31 af 62« Fyrsta...1020...2930313233...405060...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.