Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

10 þúsund tonna laxaframleiðsla hafin á Austfjörðum

10 þúsund tonna laxaframleiðsla hafin á Austfjörðum

Áfangar nást þessa dagana hjá austfirsku laxeldisfyrirtækjunum. Nýjar og öflugar sjókvíar hafa verið settar upp í Berufirði og Reyðarfirði og norskt leiguskip, svokallaður brunnbátur, er að flytja laxaseiði frá seiðastöðvum fyrirtækjanna í Þorlákshöfn. Á bilinu 1800 til 1900 þúsund seiði eru sett út þessa dagana og mun það skila um 10 þúsund tonnum af laxi í fyllingu tímans.
Þetta om fram í frétt Morgunblaðsins. Hér á eftir fylgir fréttin í heild sinni.

Engar ábendingar um efnislega annmarka á starfsleyfinu

Engar ábendingar um efnislega annmarka á starfsleyfinu

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því í fyrradag er fellt úr gildi starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi á vegum fyrirtæksins Háafells í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Eins og Umhverfisstofnun (UST) bendir á í tilkynningu á heimasíðu sinni, koma ekki fram ábendingar í úrskurði nefnarinnar um efnislega annmarka á starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Enda segir ma í úrskurðinum: „Óumdeilt er að Umhverfisstofnun gaf umsagnir í tilefni af mati á umhverfisáhrifum umrædds fiskeldis og dregur úrskurðarnefndin í sjálfu sér ekki í efa að álit Skipulagsstofnunar hafi verið lagt til grundvallar hinu kærða starfsleyfi.“ Athugasemdir nefndarinnar lúta einkanlega að málsmeðferð og formsatriðum, sem skipta vissulega miklu máli.

Rúmlega þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Rúmlega þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar.

Konurnar töfruðu Vestfirðinga með söng og nutu sjálfar vestfirsks lostætis

Konurnar töfruðu Vestfirðinga með söng og nutu sjálfar vestfirsks lostætis

Konurnar í Gígjunni, Landssambandi kvennakóra, sem héldu landsmót sitt á Ísafirði fyrir skemmstu, upplifðu margt hið besta sem norðanverðir Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Þær nutu hinnar einstöku vestfirsku náttúru og bæjarlífsins á Ísafirði. Maturinn var heldur ekki af verra taginu; boðið var upp á gómsætan vestfirskan eldislax frá fyrirtækinu Arnarlaxi á Bíldudal, steinbít frá Flateyri( vestfirskara getur það ekki verið), ásamt öðru góðgæti sem kokkarnir á Hótel Ísafirði töfruðu fram af sinni alkunnu snilld.

Síða 30 af 55« Fyrsta...1020...2829303132...4050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.