Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Störfum sópað undir teppið

Störfum sópað undir teppið

„Það er sorglegt til þess að vita að ekki hafi verið gerð nein tilraun til þess að meta hin efnahags- og félagslegu áhrif af laxeldi í sjó, á sama tíma og markmiðið að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það er tómt mál að tala um sjálfbært fiskeldi og ná sátt um greinina án þess að meta alla þrjá þættina. Það liggur ljóst fyrir.
Mikil tækifæri felast í uppbyggingu og starfsemi fiskeldis á þeim svæðum sem við höfum áður tekið ákvörðun um. Umbylting hefur orðið þar sem áður voru skilgreindar brothættar byggðir landsins og laða þær nú til sín störf og þjónustu.
Þetta kemur fram í grein eftir Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Nýr framkvæmdastjóri Arctic fish

Nýr framkvæmdastjóri Arctic fish

Á næstu vikum mun koma til starfa nýr framkvæmdastjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten sem er í dag framkvæmdastjóri Norway Royal Salmon Feøy og hefur stýrt þeirri starfsemi sl. 7 ár. Sigurður Pétursson sem hefur frá stofnun Arctic Fish fyrir rúmum 6 árum verið...

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækin þrjú sem hafa undirbúið laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa lýst yfir óbreyttum ásetningi sínum, þrátt fyrir að áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar geri ekki ráð fyrir laxeldi í Djúpinu. Þá hafa þingmenn og forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi látið í ljósi eindreginn stuðning við að laxeldi verði í Ísafjarðardjúpi og hvatt til þess að áhættumatið fyrir Djúpið verði endurskoðað sem allra fyrst. Bent er á að áhættumatið taki ekki tillit til mögulegra fyrirbyggjandi aðgerða, annarrar mögulegrar eldistækni né mótvægisaðgerða sem hafi það að markmiði að draga úr hættu á slysasleppingum og þar með erfðablöndun.

Eldisáin í Breiðdal

Eldisáin í Breiðdal

„Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á laxaseiðum í ána af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal. Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.“
Þetta kemur fram í grein eftir Einar Örn Gunnarsson, stjórnarmann í Löxum fiskeldi ehf.

Síða 29 af 62« Fyrsta...1020...2728293031...405060...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.