Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

2016 var fremur farsælt fiskeldisár

2016 var fremur farsælt fiskeldisár

„Árið 2016 reyndist fremur farsælt fiskeldisár á marga vísu. Eitt af því sem stendur upp úr er að aldrei áður hefur framleiðsla til slátrunar og vinnslu aukist jafn mikið á milli einstakra ára, eða um heil 82% og mun það met eflaust standa um ókomin ár“. Þetta kemur fram í inngangi Ársskýrslu Dýralæknis fisksjúkdóma fyrir árið 2016 og er nýlega komin út

Höfum alla burði til að gera Ísland að mjög öflugri fiskeldisþjóð

„Ég hef hvatt fiskeldisfyrirtækin til að kunna sér hóf. Það þarf að byggja greinina upp á ábyrgan hátt og ekki líta á vöxtinn sem kapphlaup. Ef skynsemin ræður ferðinni, reglurnar eru skýrar og ekki vaðið fram þá höfum við alla burði til að gera Ísland að mjög öflugri fiskeldisþjóð. Við þurfum ekki að finna upp hjólið og getum lært mikið af Norðmönnum og þeim stífu reglum og ströngu kröfum um að búnað í fiskeldi sem þar gilda“

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í samtali við 200 mílur, sjávarútvegsblað Morgunblaðsins í dag.

Engin notkun sýklalyfja í íslensku fiskeldi

Engin notkun sýklalyfja í íslensku fiskeldi

Engin sýklalyf eru notuð í íslensku fiskeldi. Þetta kemur fram í ársskýrslu Dýralæknis fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun fyrir árið 2016. Þetta má sjá meðfylgjandi grafi sem fengin er úr í árskýrsslu embættisins.

Laxinn er áberandi á fiskmörkuðum erlendis

Laxinn er áberandi á fiskmörkuðum erlendis

„Það er augljóst hvert sem maður lítur og við hvern sem maður ræðir að stefna stjórnvalda vestanhafs og í Evrópu er hin sama: Aukið fiskeldi. Það var sömuleiðis mjög áberandi á sýningunni hvað laxinn er áberandi á er áberandi enda er hann orðinn stór hluti af framboði á fiski á heimsmarkaði“.

Síða 28 af 44« Fyrsta...1020...2627282930...40...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.