Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Nemendafjöldinn tvöfaldaðist á nokkrum árum

Nemendafjöldinn tvöfaldaðist á nokkrum árum

Nemendafjöldinn í Grunnskólanum á Bíldudal hefur tvöfaldast á fáeinum árum. „Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með fólksfjölgun í sveitarfélaginu“, segir Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri.

Fiskeldisuppbygging á hraða snigilsins

Fiskeldisuppbygging á hraða snigilsins

Uppbygging fiskeldis á Íslandi gengur fyrir sig á hraða snigilsins. Dæmi eru um að leyfismeðferð hafi tekið um 5 ár. Ekki eru líkur á að fiskeldisframleiðslan fari yfir 25 þúsund tonn næstu 4 til 5 árin. Þetta kemur fram í grein eftir Einar K. Guðfinnsson í Viðskiptablaðinu 11. maí sl.

227 þúsund máltíðir framleiddar á Bíldudal á einum degi

227 þúsund máltíðir framleiddar á Bíldudal á einum degi

65 tonnum af laxi var slátrað og pakkað á Bíldudal á föstudaginn. Það svarar til 227 þúsund máltíða. Verðmæti afurðanna þennan eina dag eru um 55 milljónir króna. Þetta er örugglega íslandsmet, segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax.

„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalús“

„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalús“

Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalús. Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins, þann 5. maí sl. við Agnar Steinarsson sérfræðing hjá tilraunastöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík.

Síða 28 af 49« Fyrsta...1020...2627282930...40...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.