Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Dauðafæri stjórnmálamanna

Dauðafæri stjórnmálamanna

„Frjálslyndir stjórnmálamenn ættu í raun að sleikja út um eins og Steinríkur með villigölt í fanginu. Hér er ekki verið að tala um handstýrðar stjórnvaldsaðgerðir. Ekki er verið að færa til fjármuni eða verðmæti á milli landshluta. Ekki er verið að sulla saman einkafjármagni og opinberu fjármagni. Það eina sem stjórnmálamennirnir þurfa að gera er að flækjast ekki fyrir athafnamönnum og koma í veg fyrir að embættismenn, sem ekki eru lýðræðislega kjörnir, hirði af þeim umboðið. Stjórnmálamennirnir geta síðan mokað inn atkvæðum á svæðinu í kosningum næstu árin.“

Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu

Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu

Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir. Ef burðarþolsmatið ( 130 þúsund tonn) réði þá má áætla að um 7.300 manns hefðu afkomu af þessari starfsemi.

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu“

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu“

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu. Málefni þess munu koma til kasta þingsins í vetur. Ef við höldum vel á spilum verður það atvinnugrein sem mun skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið okkar og styrkja líka byggðir í landinu.“

Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Hér fer á eftir sá kafli ræðu ráðherrans þar sem hún fjallaði um fiskeldismálin.

Eldi og vernd

Eldi og vernd

Eftir samtöl mín við forystufólk í sveitarstjórnum við Ísafjarðardjúp er ljóst að sú skoðun er útbreidd á meðal þeirra að leggja beri áherslu á að vernda árnar en kanna jafnframt til hlítar möguleika á að hefja eldi með þeim mótvægisaðgerðum sem duga til að þetta tvennt fari saman.

Þessi afstaða felur ekki í sér kröfu um að hagsmunum veiðiréttarhafa verði fórnað eða náttúruvernd vikið til hliðar. Hún felur það einfaldlega í sér að okkar færu vísindamenn verði spurðir að því hvort hægt sé að nýta tækifærin í eldi með mótvægisaðgerðum sem duga til að tryggja að téðum þremur laxveiðiám sé ekki stefnt í hættu. Og að sett verði tímalína um framhald málsins til að það komist í skilgreindan farveg.

Þetta er ekki ósanngjörn ósk. Við skuldum íbúum á svæðinu að kanna þetta til hlítar og láta það ekki dragast úr hófi.
Þetta segir í grein eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í Morgunblaðinu í gær. Greinin birtist hér í heild sinni.

Síða 27 af 62« Fyrsta...1020...2526272829...405060...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.