Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Fiskeldi – laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Fiskeldi – laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Með því að standa rétt að málum mun laxeldi skila þjóðarbúinu álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag.

Tækifærið er að vera leiðandi á heimsvísu og koma fram með áætlun um eftirfylgni og hámörkun allra þátta í huga, laxeldi, laxveiði, náttúruvernd og hagsæld.

Hagsmunaaðilar, notum tækifærið og gerum íslenskt laxeldi og laxveiðar einstakar með því að skapa samstöðu um rannsóknir, eftirlit og vöktun á náttúruskilyrðum.

Það mun skila sér til okkar allra í betri náttúrugæðum, verðmætum og hagsæld fyrir land og þjóð.

Stefnt að enn frekari vexti í norsku fiskeldi

Stefnt að enn frekari vexti í norsku fiskeldi

Norsk stjórnvöld hafa nú markað stefnu um fyrirkomulag fiskeldis næstu árin. Samkvæmt stefnumótuninni mun fiskeldisframleiðslan aukast fyrsta kastið um 35 til 40 þúsund tonn að mati Nordea bankans og mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Lífmassi í kvíunum eykst á næsta ári um 24 þúsund tonn.

Heildarframleiðslan aukin um 25 prósent

Heildarframleiðslan aukin um 25 prósent

Íslandsbleikja, stærsti bleikjuframleiðandi í heimi, opnaði síðast liðinn föstudag nýja stækkun við eldisstöð sína á Stað í Grindavík. Með þessari nýju eldiseiningu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. 75 manns starfa hjá Íslandsbleikju.

Fiskeldi gæti aukið íbúafjöldann við Djúp um 20 prósent

Fiskeldi gæti aukið íbúafjöldann við Djúp um 20 prósent

Bein og óbein efnahagsáhrif af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi gætu numið um 23 milljörðum króna. Bein störf verða 260 og óbein um 15 eða alls um 410. Þegar fjöldi beinna og óbeinna starfa hefur náð þessari tölu má áætla að laxeldið hafi áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúp, sem samsvarar um 20% fjölgun.
Þetta kemur fram í skýrslu og greiningu sem ráðgjafarsvið KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða um áhrif laxeldis í Ísafjarðardjúpi á efnahag og íbúaþróun byggðanna við Djúp.

Síða 24 af 62« Fyrsta...10...2223242526...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.