Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Eitt helsta tækifærið til vaxtar er í fiskeldinu

Eitt helsta tækifærið til vaxtar er í fiskeldinu

Runólfur Geir Benediktsson forstöðumaður Sjávarútvegsteymis Íslandsbanka segir að eitt helsta tækifæri Íslands til vaxtar í sjávarútvegi sé á sviði fiskeldis. „Alþjóðlega hefur vöxturinn verið í fiskeldi. Það hefur sexfaldast á árunum 1990 til 2016. Á sama tíma hafa fiskveiðar nánast staðið í stað og vænta má að fiskveiðar muni dragast saman þegar fram í sækir“.

Mælir með 10 þúsund tonna laxeldi í Dýrafirði

Mælir með 10 þúsund tonna laxeldi í Dýrafirði

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4200 tonnum í 10.000 tonn á ári. Stækkunaráform fyrirtækisins eru rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki.

Samanburður á eplum og ljósaperum

Samanburður á eplum og ljósaperum

Engin lyf eru notuð í fiskeldi á Íslandi. Eldisfiskur lifir á fóðri sem búið er til úr meðal annars íslensku fiskimjöli og lýsi, auk næringarefna úr jurtaríkinu, allt svo vandlega gæðatryggt að mælingar sýna að eldislax inniheldur minna af mengunarefnum en villtur lax, sem étur það sem kjafti er næst í náttúrunni, allt of fjölbreytilega mengaðri af manna völdum.

Rannsóknir undanfarinna 60 ára á Boknefjorden í Noregi sýna engar mælanlegar breytingar í næringarsöltum þar, þrátt fyrir um 80.000 tonna árlegt fiskeldi.

Útflutningsverðmæti skosks laxeldis eykst um 56 prósent

Útflutningsverðmæti skosks laxeldis eykst um 56 prósent

Útflutningsverðmæti skoskra laxeldisfurða hefur aukist um 56 prósent það sem af er þessu ári í samanburði við sama tíma í fyrra. Þar með slær skoskur laxeldisútflutningur enn eitt metið. Laxeldi er mikilvægasta útflutningsgreinin á sviði matvælaframleiðslu í Skotlandi. Talið er að skoskt fiskeldi skapi nú um átta þúsund störf, að lang mestu leyti í hinum dreifðari byggðum við ströndina á vestanverðu Skotlandi.

Síða 23 af 62« Fyrsta...10...2122232425...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.