Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Landssamband fiskeldisstöðva sendir félagsmönnum sínum, starfsfólki og viðskiptavinum fiskeldisfyrirtækjanna um land allt sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif

Sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif

Niðurstöður vísindamanna liggja nú fyrir. Ljóst er að sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði sjávar sem Loðnuvinnslan h.f. mun nota.

„Af þessum tveimur rannsóknum má sjá algerlega ótvíræða niðurstöðu. Vatnsinntak Loðnuvinnslunnar er 6,7 km frá næstu kvíum í straumstefnu (mynd 2) þannig að algerlega útilokað er að þeir muni nokkurn tíman finna neina breytingu á sínum vatnsgæðum vegna sjókvíaeldis í firðinum“.

„Mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt“

„Mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt“

„Það er mjög jákvætt að fiskeldi á Íslandi er að verða öflugt og skapar bæði verðmæti og störf, en þróun næstu ára þarf að grundvallast á vísindalegum rannsóknum og áhættumati“. Þetta segir Kristján Þór Júlíusson nýr sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Fiskeldi felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar

Fiskeldi felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar

„Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar, en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ – Með þessum orðum hefst kaflinn um fiskeldi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hér má lesa kaflann um fiskeldismálin í heild sinni.

Síða 22 af 62« Fyrsta...10...2021222324...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.