Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Mótvægisaðgerðir gætu aukið laxeldi austan lands og vestan

Mótvægisaðgerðir gætu aukið laxeldi austan lands og vestan

Ef mótvægisaðgerðir draga úr líkum á erfðablöndun eldislaxa og villtra stofna gæti áhættumat Hafrannsóknastofnunar rýmkað fyrir meira laxeldi, þetta sagði Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Stofnunin skoðar nú mögulegar mótvægisaðgerðir í laxeldi ásamt fiskeldismönnum.

Fiskeldisblaðið komið út

Fiskeldisblaðið komið út

Fyrsta tölublað Fiskeldisblaðsins leit dagsins ljós nú fyrir áramótin. Blaðinu var dreift á öll póstföng bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Auk þess hefur blaðinu verið dreift til fyrirtækja og stofnanna sem tengjast greininni með einum eða öðrum hætti. Freyr Einarsson er ritstjóri og útgefandi blaðsins en Fiskeldisblaðið er gefið út í samstarfi við Landssamband Fiskeldisstöðva. Áætlað er að níu tölublöð Fiskeldisblaðsins komi út árið 2018.

Allt fiskeldi hjá Arnarlaxi uppfyllir alþjóðlegan staðal

Allt fiskeldi hjá Arnarlaxi uppfyllir alþjóðlegan staðal

Allt fiskeldi hjá Arnarlax uppfyllir alþjóðlegan staðal NS 9415:2007 ásamt því að hafa staðist burðarþolsmat, áhættumat, staðarúttekt og umhverfismat. Það er ekki valkvætt og er bundið í lög. Jafnframt uppfyllir Arnarlax staðal Whole Foods Market sem er tekin út af óháðum aðila árlega.

Arnarlax hefur átt í góðu samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, keypt af þeim töluverða þjónustu og þar á meðal umhverfisvöktun. Á síðasta ári var samið við Akvaplan Niva um að sinna umhverfisvöktun en Náttúrustofan mun áfram sinna súrefnisvöktun fyrir félagið.

Í fréttinni Bylgjunnar og Vísis kom einnig fram að fyrirtækið hafir ekki fengið ASC vottun vegna þessara niðurstöðu úr sýnatöku í Patreksfirði en það er ekki rétt. Hið rétta er að Arnarlax er í miðju umsóknarferli og vonast eftir að klára ferlið á þessu ári.

Rekstrar og starfsleyfi fyrir 17.500 tonn

Rekstrar og starfsleyfi fyrir 17.500 tonn

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm og Fjarðalaxi (Arnarlax) rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði í samræmi við lög um fiskeldi. Enn fremur hefur Umhverfisstofnun gefið út starfsleyfi vegna þessarar starfsemi fyrirtækjanna. Samanlögð árleg framleiðsla fyrirtækjanna tveggja verður 17.500 tonn af laxi. Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonn á ári og Arctic Sea Farm 6.800 tonn. Hámarkslífmassi eldisins mun ekki fara yfir 20.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna.
Framkvæmd fyrirtækjanna fór í gegnum sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Síða 21 af 62« Fyrsta...10...1920212223...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.