Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Samanburður á eplum og ljósaperum

Samanburður á eplum og ljósaperum

Engin lyf eru notuð í fiskeldi á Íslandi. Eldisfiskur lifir á fóðri sem búið er til úr meðal annars íslensku fiskimjöli og lýsi, auk næringarefna úr jurtaríkinu, allt svo vandlega gæðatryggt að mælingar sýna að eldislax inniheldur minna af mengunarefnum en villtur lax, sem étur það sem kjafti er næst í náttúrunni, allt of fjölbreytilega mengaðri af manna völdum.

Rannsóknir undanfarinna 60 ára á Boknefjorden í Noregi sýna engar mælanlegar breytingar í næringarsöltum þar, þrátt fyrir um 80.000 tonna árlegt fiskeldi.

Útflutningsverðmæti skosks laxeldis eykst um 56 prósent

Útflutningsverðmæti skosks laxeldis eykst um 56 prósent

Útflutningsverðmæti skoskra laxeldisfurða hefur aukist um 56 prósent það sem af er þessu ári í samanburði við sama tíma í fyrra. Þar með slær skoskur laxeldisútflutningur enn eitt metið. Laxeldi er mikilvægasta útflutningsgreinin á sviði matvælaframleiðslu í Skotlandi. Talið er að skoskt fiskeldi skapi nú um átta þúsund störf, að lang mestu leyti í hinum dreifðari byggðum við ströndina á vestanverðu Skotlandi.

Fiskeldi – laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Fiskeldi – laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Með því að standa rétt að málum mun laxeldi skila þjóðarbúinu álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag.

Tækifærið er að vera leiðandi á heimsvísu og koma fram með áætlun um eftirfylgni og hámörkun allra þátta í huga, laxeldi, laxveiði, náttúruvernd og hagsæld.

Hagsmunaaðilar, notum tækifærið og gerum íslenskt laxeldi og laxveiðar einstakar með því að skapa samstöðu um rannsóknir, eftirlit og vöktun á náttúruskilyrðum.

Það mun skila sér til okkar allra í betri náttúrugæðum, verðmætum og hagsæld fyrir land og þjóð.

Stefnt að enn frekari vexti í norsku fiskeldi

Stefnt að enn frekari vexti í norsku fiskeldi

Norsk stjórnvöld hafa nú markað stefnu um fyrirkomulag fiskeldis næstu árin. Samkvæmt stefnumótuninni mun fiskeldisframleiðslan aukast fyrsta kastið um 35 til 40 þúsund tonn að mati Nordea bankans og mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Lífmassi í kvíunum eykst á næsta ári um 24 þúsund tonn.

Síða 20 af 58« Fyrsta...10...1819202122...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.