Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

8. boðorðið

8. boðorðið

Laxeldi á ófrjóum laxi er hvergi stundað á hagrænum forsendum, en einvörðungu í tilraunaskyni og hefur veriðmótmælt af dýraverndurarsamtökum. Hafró hefur sýnt fram á að erfðablöndun í kvíalaxeldi er sáralítil og staðbundin. „Ekkert hefur heldur heyrst um að Gunnlaugur (Stefánsson í Heydölum) sé á móti laxeldi, sé það stundað í engum kvíum, í hafbeit, eins og gert hefur verið í Breiðdalsá um áratugaskeið.“ Þetta kemur fram í grein sem Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva skrifar í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni 8. boðorðið. Hér á eftir fer grein Kristjáns í heild sinni.

„Þá vill fólk heldur ekki að búið sé á Vestfjörðum“

„Þá vill fólk heldur ekki að búið sé á Vestfjörðum“

„Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?“. Þannig spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 Atla Gregersen einn reyndasta laxeldismann Færeyinga ogforstjóra fyrirtækisins Hiddenfjord í viðtali á Stöð 2. Og svar Gregersen var skýrt:

„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur.“

Fiskeldi 53% – fiskveiðar 47%

Fiskeldi 53% – fiskveiðar 47%

Fiskeldi verður orðið tæp 53% af heildar framleiðslu á fiski í heiminum árið 2026. Fiskveiðar verða á hinn bóginn um 47% heimsframleiðslunnar. Fiskeldi er talið aukast um 2,6% á ári, verða stærri hluti fiskframleiðslunnar en fiskveiðar árið 2021 og að fiskverð hækki að jafnaði um tæpt prósent á ári.

Hætta á erfðablöndun algjörlega staðbundin

Hætta á erfðablöndun algjörlega staðbundin

Í nýrri áhættumatsskýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar kemur fram að þó að laxeldi yrði heimilað í samræmi við fyrirliggjandi burðarþolsmat, um 130 þúsund tonn, gætti erfðablöndunar miðað við 4% þröskuldinn sem stofnunin setur, einvörðungu í þremur til fjórum ám sem næstar væru staðsetningu laxeldiskvíanna.
Viðfangsefnið er því staðbundið, en ekki eins og oft hefur mátt ráða af umræðunni um land allt. Ekki er hægt að heimfæra reynsluna frá Skotlandi og Noregi upp á íslenskar aðstæður vegna þess að hér er laxeldi einvörðungu heimilt á ákaflega takmörkuðu landfræðilegu svæði. Tillaga Hafrannsóknarstofnunarinnar gengur út á að setja miklu strangari viðmiðunarmörk en þau sem gilda í Noregi. Væru norsku viðmiðunarmörkin notuð þá mætti stunda hér laxeldi af þeirri stærðargráðu sem burðarþolsmetið setur. Verkefnið framundan snýr því að þessum tveimur til þremur ám. Sú niðurstaða markar algjör þáttaskil og beinir vonandi umræðunni inn á nýjar og uppbyggilegri brautir.

Síða 20 af 49« Fyrsta...10...1819202122...3040...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.