Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Auknar fjárfestingar framundan og fjölgun starfa fáist til þess leyfi

Auknar fjárfestingar framundan og fjölgun starfa fáist til þess leyfi

Eldisstarfsemi fiskeldisfyrirtækisins Arctic fish hófst í Dýrafirði og þar er enn helsta starfsstöð félagsins í sjóeldinu. Sjö starfsmenn eru við þann hluta starfseminnar. Vinnslan afurða hefur verið í Ísafjarðarbæ, bæði á Flateyri og Ísafirði en á síðarnefnda staðnum er einnig skrifstofa Arctic Fish þar sem starfsmenn eru fjórir talsins. Við vinnsluna sjálfa starfa að jafnaði 20 starfsmenn. Á Tálknafirði er seiðaeldi félagsins með 8 föstum starfsmönnum. Við uppbygginu á aðstöðu þar hafa um 10 manns starfað og fleiri þegar meira er umleikis, á fjórða tug þegar mest er.

Raunveruleg verðmætasköpun til framtíðar

Raunveruleg verðmætasköpun til framtíðar

Staðreyndirnar tala sínu máli. Hér hefur tekist að skapa farsæla ræktun á verðmætum hágæða laxi. Fyrsta flokks matvælum. Hér á sér stað raunveruleg verðmætasköpun sem nú þegar hefur bætt lífsgæði Vestfirðinga, skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og haft margvísleg jákvæð áhrif á þróun byggðarlagsins.

Djúpivogur: Störf í fiskvinnslu fleiri en áður en 90% af kvótanum fór

Djúpivogur: Störf í fiskvinnslu fleiri en áður en 90% af kvótanum fór

Fleiri vinna nú í fiskvinnslu á Djúpavogi en áður en nær allur kvótinn hvarf af staðnum. Því veldur ekki síst uppbygging fiskeldisins á vegum Fiskeldis Austfjarða og önnur fiskvinnsla á vegum fyrirtækisins. Þá hefur börnum fjölgað í kjölfar uppbyggingar í atvinnustarfseminni og er nú svo komið að leikskólinn er orðinn yfirfullur.

Fjöldi fólks fagnaði glæsilegu atvinnutæki

Fjöldi fólks fagnaði glæsilegu atvinnutæki

Það er því sannkallað vor í lofti í fleirum en einum skilningi í þessum samfélögum. Um leið og dagurinn lengist og vorilmurinn lætur fyrir sér finna, er vorhugur í fólkinu með auknum umsvifum í atvinnulífinu og samfélaginu, jafnt fyrir austan og vestan.

Síða 20 af 44« Fyrsta...10...1819202122...3040...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.