Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Arctic fish

Nýr framkvæmdastjóri Arctic fish

Á næstu vikum mun koma til starfa nýr framkvæmdastjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten sem er í dag framkvæmdastjóri Norway Royal Salmon Feøy og hefur stýrt þeirri starfsemi sl. 7 ár. Sigurður Pétursson sem hefur frá stofnun Arctic Fish fyrir rúmum 6 árum verið...

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækin þrjú sem hafa undirbúið laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa lýst yfir óbreyttum ásetningi sínum, þrátt fyrir að áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar geri ekki ráð fyrir laxeldi í Djúpinu. Þá hafa þingmenn og forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi látið í ljósi eindreginn stuðning við að laxeldi verði í Ísafjarðardjúpi og hvatt til þess að áhættumatið fyrir Djúpið verði endurskoðað sem allra fyrst. Bent er á að áhættumatið taki ekki tillit til mögulegra fyrirbyggjandi aðgerða, annarrar mögulegrar eldistækni né mótvægisaðgerða sem hafi það að markmiði að draga úr hættu á slysasleppingum og þar með erfðablöndun.

Eldisáin í Breiðdal

Eldisáin í Breiðdal

„Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á laxaseiðum í ána af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal. Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.“
Þetta kemur fram í grein eftir Einar Örn Gunnarsson, stjórnarmann í Löxum fiskeldi ehf.

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð

Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi. –
•30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík.
•Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf.
•Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp.
•Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum.

Þetta kemur fram í grein sem Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík ritaði á dögunum í Fréttablaðið.

Síða 20 af 53« Fyrsta...10...1819202122...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.