Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Ráðherra heimsækir og kynnir sér laxeldi á Bíldudal

Ráðherra heimsækir og kynnir sér laxeldi á Bíldudal

Jón Gunnarsson ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála heimsótti fiskeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal nú fyrr í vikunni. Hann skoðaði vinnslu fyrirtækisins, skrifstofur og stjórnstöð, jafnframt því að sigla út að kvíunum við Steinanes í Arnarfirði.

Hér lifa  eldisfyrirtækin „Ground hog day“

Hér lifa eldisfyrirtækin „Ground hog day“

Hér lifa eldisfyrirtækin „ground hog day“ það sama aftur og aftur. Þegar frestir stofnanna eru að líða, taka þær upp pennann og óska eftir frekari skýringum. Þá kaupa þær sé meiri tíma. Þegar þær geta ekki keypt sér meiri tíma senda þær bréf þar sem afsakað er að ekki sé hægt að svara innan tilskilins frests vegna manneklu og fjárskorts. Ja, eða gefa bara enga skýringu eða þá þokukennda. – Þetta segir Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið laugardaginn 8. júlí sl.

Framtíð okkar í fiskeldi

Framtíð okkar í fiskeldi

Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra, segir Kristján Andri Guðjónsson bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.

Störf í fiskeldi skapa tækifæri fyrir öflugt, ungt fólk

Störf í fiskeldi skapa tækifæri fyrir öflugt, ungt fólk

Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu. – Þetta segir Helgi Thorarensen prófessor á Hólum í grein í Fréttablaðinu í dag.

Síða 2 af 2912345...1020...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.