Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Staðurinn er fullkominn fyrir bleikjueldi

„Staðurinn er fullkominn fyrir bleikjueldi

Lindarfiskur er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Meðallandinu rétt austan við Vík. „Móðir mín er frá þessari jörð og er staðurinn algerlega einangraður. Aðalverðmætin á jörðinni er allt þetta tæra lindarvatn sem streymir hér beint úr eldhrauninu og því er staðurinn fullkominn fyrir bleikjueldi,” segir Drífa Bjarnadóttir, einn eigandi Lindarfisks. „Við fjölskyldan eigum og rekum Lindarfisk saman. Það eru ég og maðurinn minn, Árni Jóhannsson, systir mín, Sigrún Bjarnadóttir, og foreldrar okkar, þau Helga Ólafsdóttir og Bjarni Jón Finnsson,” segir Drífa.

Áforma 16 þúsund tonna fiskeldi í Reyðarfirði

Áforma 16 þúsund tonna fiskeldi í Reyðarfirði

Laxar fiskeldi hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af aukinni framleiðslu á laxi í Reyðarfirði um tíu þúsund tonn. Fyrirtækið hefur nú starfs og rekstrarleyfi fyrir sex þúsund tonna ársframleiðslu og mun hefja slátrun síðar á þessu ár. Við aukninguna verður heildarframleiðslan í Reyðarfirði samtals 16 þúsund tonn tonn.
Þetta kemur ma fram í frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 17. Janúar.

Spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á laxi

Spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á laxi

„Nei ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði“, segir Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva í viðtali við Morgunblaðið laugardaginn 13. janúar sl.

Mótvægisaðgerðir gætu aukið laxeldi austan lands og vestan

Mótvægisaðgerðir gætu aukið laxeldi austan lands og vestan

Ef mótvægisaðgerðir draga úr líkum á erfðablöndun eldislaxa og villtra stofna gæti áhættumat Hafrannsóknastofnunar rýmkað fyrir meira laxeldi, þetta sagði Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Stofnunin skoðar nú mögulegar mótvægisaðgerðir í laxeldi ásamt fiskeldismönnum.

Síða 2 af 4412345...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.