Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Heildarframleiðslan aukin um 25 prósent

Heildarframleiðslan aukin um 25 prósent

Íslandsbleikja, stærsti bleikjuframleiðandi í heimi, opnaði síðast liðinn föstudag nýja stækkun við eldisstöð sína á Stað í Grindavík. Með þessari nýju eldiseiningu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. 75 manns starfa hjá Íslandsbleikju.

Fiskeldi gæti aukið íbúafjöldann við Djúp um 20 prósent

Fiskeldi gæti aukið íbúafjöldann við Djúp um 20 prósent

Bein og óbein efnahagsáhrif af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi gætu numið um 23 milljörðum króna. Bein störf verða 260 og óbein um 15 eða alls um 410. Þegar fjöldi beinna og óbeinna starfa hefur náð þessari tölu má áætla að laxeldið hafi áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúp, sem samsvarar um 20% fjölgun.
Þetta kemur fram í skýrslu og greiningu sem ráðgjafarsvið KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða um áhrif laxeldis í Ísafjarðardjúpi á efnahag og íbúaþróun byggðanna við Djúp.

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna

Tæplega helmingur aðspurðra í skoðanakönnun í Japan sögðust hafa valið sushi með laxi, þegar þeir borðuðu síðast á veitingastað sem býður sérstaklega upp á þennan vinsæla rétt.
Athyglisvert er að laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna, en rúmlega helmingur þeirra sögðust hafa valið lax.

Írar hyggjast stórauka laxeldi sitt

Írar hyggjast stórauka laxeldi sitt

Írsk stjórnvöld í samvinnu við hagsmunaaðila stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi. Fiskeldi og sjávarútvegur gegna veigamiklu hlutverki í írsku efnahagslífi, ekki síst í í dreifbýlinu og með eflingu þessara atvinnugreina telja írsk stjórnvöld að hagvöxturinn í landinu skili sér til dreifbýlis jafnt og borganna. Þar með liggur fyrir að Írar stefna í sömu átt og Norðmenn, Færeyingar og Skotar að efla fiskeldi á komandi árum.

Síða 2 af 3912345...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.