Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði sér laxeldi móðurfyrirtækisins Arctic Fish fyrir seiðum. Stöðin hefur verið um þrjú og hálft ár í byggingu og kostað yfir þrjá milljarða. Arctic Fish er með leyfi fyrir laxeldi í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði.

Beinum athyglinni að því sem máli skiptir

Beinum athyglinni að því sem máli skiptir

Ég legg því til að menn beini athygli sinni að því sem skiptir máli, sem er að hér er um landbúnað (strandbúnað) að ræða sem hefur svipað í för með sér og landbúnaður hefur gert á Íslandi frá því að land byggðist. Fiskirækt er landbúnaður – framkvæmdur í fersku vatni og í sjó – hvort sem það kallast að að ala lax til manneldis eða lax til að sleppa í ár svo að veiðiáhugamenn geti spreytt sig með stangir og línu. Þetta segir Þorleifur Ágústsson, rannsóknastjóri hjá norska rannsóknafyrirtækinu IRIS.

Svolítið af laxi úr sleppingum er ekki stórt vandamál.

Svolítið af laxi úr sleppingum er ekki stórt vandamál.

„Við litla eða nokkra (moderat) blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu. Allt að 10% innblöndun eldislaxa er dæmigert fyrir margar norskar á.“. Þetta er niðurstaða Kevin prófessors við Björgvinaháskóla í Noregi, sem ásamt öðrum hefur smíðað líkan sem mælt getur áhrif innblöndunar af eldisfiski í ám.
Í niðurstöðum prófessorsins kemur fram að „við búumst ekki endilega við að sjá miklar afleiðingar af hlutfallslega lítilli innblöndun við eldislaxa á hrygningarstöðvum“.
En hvað ræður þessari niðurstöðu: Því svarar prófessorinn: –“Það er meðal annars vegna þess að eldislaxi heppnast miklu ver hrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað.“

Andófið gegn atvinnutækifærunum

Andófið gegn atvinnutækifærunum

Nú nýverið hafa birst niðurstöður Kevin Glover prófessors í Bergen, sem sýna að „við litla eða nokkra blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa, sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu“.

Síða 2 af 4912345...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.