Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Laxeldi er komið til að vera“

„Laxeldi er komið til að vera“

„Laxeldi er komið til að vera og er mikilvægur atvinnuvegur fyrir Vest- og Austfirðinga“. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra umhverfis og auðlindamála, í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Og bætir við: „Við þurfum hins vegar að passa mjög vel upp á villta laxastofna“.

Öll eggin – eða hvað?

Öll eggin – eða hvað?

Ánægjuleg er fréttin um mannfjöldaþróun á Vestfjörðum á bls. 6 í Fréttablaðinu þann 18. febrúar. Hundruð nýrra starfa, hundruð milljóna í auknar skatttekjur, ungt fólk flytur til baka í fjölbreytt störf, skólar og leikskólar fyllast af börnum og áfram mætti telja. Þannig hefst grein sem Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva skrifar í Fréttablaðið í dag.

Arnarlax brást rétt við

Arnarlax brást rétt við

Álit Matvælastofnunarinnar út frá þeim gögnum og ljósmyndum sem hún hefur fengið frá Arnarlaxi er að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Jafnframt telur Matvælastofnun að litlar líkur séu á að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins. Fiskistofu var einnig tilkynnt um tjón fyrirtækisins og gögn málsins hafa verið send til Fiskistofu, sem fer með mál vegna slysasleppinga.

Engin eldiskví hefur sokkið hjá Arnarlaxi

Engin eldiskví hefur sokkið hjá Arnarlaxi

Fréttir um að kvíin hafi sokkið eru rangar og kvíin hefur nú verið tæmd en flýtur nú sem fyrr. Aldrei var ástæða til að ætla að kvíin myndi sökkva. Hinsvegar var ákveðið að virkja hæsta stig viðbragsáætlanna vegna óhagkvæmra veðurspáa og dæla öllum fiski þegar í stað úr kvínni. Aldrei skapaðist hætta á sleppingum. Atvikið var tilkynnt til Fiskistofu og Matvælastofnun og þeim haldið upplýstum um stöðu mála á meðan aðgerðir áttu sér stað.

Síða 18 af 62« Fyrsta...10...1617181920...304050...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.