Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Störf í fiskeldi skapa tækifæri fyrir öflugt, ungt fólk

Störf í fiskeldi skapa tækifæri fyrir öflugt, ungt fólk

Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu. – Þetta segir Helgi Thorarensen prófessor á Hólum í grein í Fréttablaðinu í dag.

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu. Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur.

Fjölmenni á málþingi um sjókvíaeldi

Fjölmenni á málþingi um sjókvíaeldi

Fjölmenni var eða um 120 manns á málþingi um sjókvíaeldi sem haldið var í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í dag föstudaginn 30. júní og haldið var af Fjallabyggð. Málþingið hófst klukkan 13:00 og stóð það til kl. 17:00

Fjöldi fólks samfagnaði Arctic fish á Ísafirði

Fjöldi fólks samfagnaði Arctic fish á Ísafirði

Fjöldi fólks kom og samfagnaði fyrirtækinu Arctic fish þegar opnaðar voru nýjar skrifstofur og höfuðstöðvar fyrirtæksins á Ísafirði. Skrifstofurnar eru staðsettar að Aðalstræti 20 á Ísafirði.
Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri fyrirtækisins ávarpaði og bauð gesti velkomna og greindi frá helstu þáttum í starfsemi fyrirtækisins

Síða 10 af 36« Fyrsta...89101112...2030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.