Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Það fylgir þessu birta og gleði“

„Það fylgir þessu birta og gleði“

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur haft mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kring um okkur. „Ég er alltaf með það í huga að við séum að skapa verðmæti, við erum í matvælaframleiðslu og við erum að vinna að einhverju sem skiptir máli. Þess vegna verður að vanda vel til verka“. Þetta kemur fram hjá Jónu Kristínu Sigurðardóttur, fiskmatsmanni hjá Búlandstindi á Djúpavogi í viðtali við blaðið SÓKNARFÆRI sem dreift var með Morgunblaðinu í gær, 17. febrúar.

Tæplega 21 þúsund tonna framleiðsla í fiskeldi í fyrra

Tæplega 21 þúsund tonna framleiðsla í fiskeldi í fyrra

Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum. 86% af öllum laxi sem framleiddur var hér á landi á síðasta ári kom upp úr kvíunum hjá einu fyrirtæki. Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður.
Þetta kemur fram í úttekt Morgunbblaðsins, 1. febrúar sl. Hér á eftir birtist fréttin í heild sinni.

Drög að fiskeldisfrumvarpi komið til kynningar

Drög að fiskeldisfrumvarpi komið til kynningar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.

Unnt er að senda umsagnir um drögin til og með 9. febrúar nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@anr.is.

Aukning í umhverfisvottun á fiskeldi

Aukning í umhverfisvottun á fiskeldi

Umhverfisvottun fiskeldis hefur aukist mjög að umfangi síðustu árin. Arnarlax reiknar með ASC-vottun fyrir mitt ár. Arctic Fish er nú þegar með ASC-vottun fyrir eldi regnbogasilungs í Dýrafirði og Arnarfirði. ASC staðallinn er almennt talinn einn sá kröfuharðasti í heiminum og er í raun hliðstæður MSC vottuninni sem flestir þekkja úr sjávarútveginum

Þetta kemur fram í Fiskifréttum 21. janúar sl.

Síða 10 af 53« Fyrsta...89101112...203040...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.