Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Arctic Fish boðar til íbúafundar á Tálknafirði

Arctic Fish boðar til íbúafundar á Tálknafirði

Arctic Fish boðar til íbúafundar í seiðaeldisstöð félagsins í botni Tálknafjarðar fimmtudaginn 3. maí kl 16 þar sem fyrirtækið mun kynna starfsemi sína. Áhersla verður á að kynna frummatsskýrslur félagsins fyrir laxeldi í Arnarfirði og stækkun eldis í Dýrafirði, en einnig verður almenn kynning og umræður um núverandi starfsemi og áform félagsins í fiskeldi á Vestfjörðum.

Kröfu um frestun réttaráhrifa hafnað

Kröfu um frestun réttaráhrifa hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa á ákvörðun Matvælastofnunar frá 13. nóvember 2017 um útgáfu rekstrarleyfis fyrir 500 tonna seiðaeldi Laxa fiskeldis ehf í Þorlákshöfn. Kærendur höfðu gert þá kröfu að ákvörðunin yrði ógilt og réttaráhrifum hennar frestað.

Grænt ljós á aukið fiskeldi Hábrúnar í Skutulsfirði

Grænt ljós á aukið fiskeldi Hábrúnar í Skutulsfirði

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð stækkun á fiskeldisleyfi Hábrúnar í Skutulsfirði er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar.

Síða 10 af 58« Fyrsta...89101112...203040...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.