Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna

Tæplega helmingur aðspurðra í skoðanakönnun í Japan sögðust hafa valið sushi með laxi, þegar þeir borðuðu síðast á veitingastað sem býður sérstaklega upp á þennan vinsæla rétt.
Athyglisvert er að laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna, en rúmlega helmingur þeirra sögðust hafa valið lax.

Írar hyggjast stórauka laxeldi sitt

Írar hyggjast stórauka laxeldi sitt

Írsk stjórnvöld í samvinnu við hagsmunaaðila stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi. Fiskeldi og sjávarútvegur gegna veigamiklu hlutverki í írsku efnahagslífi, ekki síst í í dreifbýlinu og með eflingu þessara atvinnugreina telja írsk stjórnvöld að hagvöxturinn í landinu skili sér til dreifbýlis jafnt og borganna. Þar með liggur fyrir að Írar stefna í sömu átt og Norðmenn, Færeyingar og Skotar að efla fiskeldi á komandi árum.

Mótvægisaðgerðir gegn mögulegri erfðablöndun

Mótvægisaðgerðir gegn mögulegri erfðablöndun

Nýlegar bárust fréttir af því að starfsmenn Fiskistofu kanni nú hvort eldislaxar finnist í ám nærri fiskeldisstöðvum og að þeir hyggist fiska þá upp upp úr ánum ef þeir finnast. Þetta minnir á að fiskeldisfyrirtækin hafa einmitt bent á margs konar leiðir til þess að bregðast við ef eldislax gengur upp í ár. Beita má margvíslegum mótvægisaðgerðum við slíkar aðstæður og reynsla annarra landa af slíku er góð. Það gerir verkefnið auðveldara hér á landi að sýnt hefur verið fram á að hætta á erfðablöndun vegna laxeldis er mjög staðbundin; í raun einskorðast hún við þrjár til fjórar ár. Þetta dæmi frá Fiskistofu sýnir þess vegna að beita má tiltölulega einföldum aðferðum til þess að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar þess ef eldislax gengur upp í laxveiðiár.

Síða 1 af 3812345...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.