Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Arnarlax brást rétt við

Arnarlax brást rétt við

Álit Matvælastofnunarinnar út frá þeim gögnum og ljósmyndum sem hún hefur fengið frá Arnarlaxi er að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Jafnframt telur Matvælastofnun að litlar líkur séu á að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins. Fiskistofu var einnig tilkynnt um tjón fyrirtækisins og gögn málsins hafa verið send til Fiskistofu, sem fer með mál vegna slysasleppinga.

Engin eldiskví hefur sokkið hjá Arnarlaxi

Engin eldiskví hefur sokkið hjá Arnarlaxi

Fréttir um að kvíin hafi sokkið eru rangar og kvíin hefur nú verið tæmd en flýtur nú sem fyrr. Aldrei var ástæða til að ætla að kvíin myndi sökkva. Hinsvegar var ákveðið að virkja hæsta stig viðbragsáætlanna vegna óhagkvæmra veðurspáa og dæla öllum fiski þegar í stað úr kvínni. Aldrei skapaðist hætta á sleppingum. Atvikið var tilkynnt til Fiskistofu og Matvælastofnun og þeim haldið upplýstum um stöðu mála á meðan aðgerðir áttu sér stað.

Eldi á regnbogasilungi hefur minni umhverfisáhrif en þorskeldi

Eldi á regnbogasilungi hefur minni umhverfisáhrif en þorskeldi

Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf með tilliti til minni mengunar. Þetta segir í umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar sl. um umsögn ísfirska fiskeldisfyrirtækisins Hábrúnar um allt að 700 tonna eldi á þorski og regnbogasilungi í Skutulsfirði. Fyrirtækið hefur um árabil stundað eldi á þorski og regnbogasilungi og hyggst nú auka umsvif sín í allt að 700 tonn.

„Það fylgir þessu birta og gleði“

„Það fylgir þessu birta og gleði“

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur haft mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kring um okkur. „Ég er alltaf með það í huga að við séum að skapa verðmæti, við erum í matvælaframleiðslu og við erum að vinna að einhverju sem skiptir máli. Þess vegna verður að vanda vel til verka“. Þetta kemur fram hjá Jónu Kristínu Sigurðardóttur, fiskmatsmanni hjá Búlandstindi á Djúpavogi í viðtali við blaðið SÓKNARFÆRI sem dreift var með Morgunblaðinu í gær, 17. febrúar.

Síða 1 af 4412345...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.