Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Fiskeldisfyrirtæki ganga til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Fiskeldisfyrirtæki ganga til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Á auka aðalfundi Landssambands fiskeldisstöðva (LF) 14. desember sl. var tekin sameiginleg ákvörðun aðildarfyrirtækjanna um að óska eftir aðild að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Jafnframt var ákveðið að leggja niður daglega starfsemi LF og mun henni framvegis verða sinnt af SFS. Fiskeldi hér á landi hefur aukist á undanförnum árum og verkefni Landssambandsins hafa þar með orðið fleiri og fjölþættari. Það er mat stjórnar Landssambandsins að þeim verkefnum verði betur sinnt innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Öll laxeldisframleiðsla á Vestfjörðum er nú umhverfisvottuð

Öll laxeldisframleiðsla á Vestfjörðum er nú umhverfisvottuð

Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC umhverfisvottun á framleiðslu sína. ASC (Aquaculture Stewardship Council ) er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og þekkt um allan heim. Allur lax sem framleiddur verður á Vestfjörðum árið 2019 verður vottaður en bæði Arnarlax og Arctic Sea Farm eru staðsett á Vestfjörðum.

Kolefnisspor laxeldis lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis

Kolefnisspor laxeldis lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis

Kolefnisspor sjókvíeldis er svipað og við veiðar á villtum fiski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá laxeldi í sjó á Íslandi var um 31.000 tonn CO2-ígilda árið 2017, eða sem nemur 3,21 kg CO2-ígilda á hvert kíló af tilbúinni afurð. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við erlenda útreikninga, sem flestir hafa gefið niðurstöðu á bilinu 2,88-4,13 kg/kg (meðaltal 3,76 kg/kg).

ESB hefur lagt gríðarlega fjármuni í uppbyggingu fiskeldis

ESB hefur lagt gríðarlega fjármuni í uppbyggingu fiskeldis

Evrópusambandið vill efla fiskeldi og hefur lagt gríðarlega fjármuni til þess á undanförnum árum. European Maritime and Fisheries Fund, sem er sjóður á vegum Evrópusambandsins, hefur veitt styrki sem nema um 280 milljörðum króna frá árinu 2013. Þessir fjármunir hafa dreifst um alla Evrópu og farið til hvers konar fiskeldis. Á sama tíma hefur verið varið um 35 milljörðum króna á vegum rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins sem nefnist HORIZON 2020, til þróunar fiskeldis í ESB ríkjunum.

Síða 1 af 6212345...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.