Silungur
Regnbogasilungseldi hófst að Laxalóni við Grafarholt í Reykjavík árið 1951. Miklar deilur voru um heilbrigði fisksins og framleiðslan framan af lítil. Á árunum 1985-1991 var framleiðsla á regnbogasilungsseiðum skráð og var mesta framleiðslan um 500.000 seiði á ári.
Undanfarin ár hefur sjókvíaeldi með regnbogasilung vaxið nokkuð á Íslandi og er það nú stundað í Dýrafirði á vegum Dýrfisks/Arctic Fish og í Berufirði á vegum Fiskeldis Austfjarða. Heildarframleiðslan á árinu 2015 var rúmlega 700 tonn en áætlun ársins 2016 gerir ráð fyrir því að hún rúmlega þrefaldist á milli áranna.