Laxeldi


Lax

Lax er vinsælasti eldisfiskur í heiminum.  Eftirspurn eftir honum hefur verið vaxandi undanfarin ár og markaðshorfur eru mjög góðar áfram.  Laxeldi er nú íIMG_2273 miklum vexti á Íslandi en laxeldi hefur verið stundað hér frá því fyrir 1980, þó með nokkrum hléum.  Sú framleiðsluaukning sem orðin hefur undanfarin 6 ár hefur verið drifin áfram af uppbyggingu sjókvíaeldisins á sunnanverðum Vestfjörðum en framleiðsla er nú einnig hafin aftur í Berufirði og er í undirbúningi í Reyðarfirði, Ísafjarðadjúpi, Jökulfjörðum og Eyjafirði. Þá hefur lax verið alinn í landsstöðvum á norðurlandi og á Suðurnesjum með góðum árangri um árabil.  Einungis er heimilt að ala laxfiska í sjóvkíum á Vestjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði og er sú ráðstöfun sett til verndar villtum laxastofnum, komi til óhappa eða slysasleppinga.  Vegna þessa eru vaxtarmöguleikar laxeldisins á Íslandi nokkuð takmarkaðir en vonir standa til að hægt verði að framleiða á milli 50-70 þúsund tonn á þessum svæðum, nái öll áform að ganga eftir.  Framleiðslan árið 2016 er áætluð um 8 þúsund tonn.  Stærstu framleiðendurnir 2016 eru Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða  í sjókvíaeldinu og Íslandsbleikja  í landeldinu.

Stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, Marine Harvest, gefur árlega út handbók sem kallast Salmon Farming Industry Handbook.  Rit þetta inniheldur mikinn fróðleik um laxeldi á heimsvísu en komið er inn á  framleiðslumál, markaðsmál, fóðurmál, kostnað og fjámál auk vísindaþátta.  Skyldulesning fyrir hvern fiskeldismann og mjög fróðlegt fyrir áhugasama um þessa vaxandi atvinnugrein.

Staðreyndaskjal um laxeldi á Íslandi má nálgast hér.