Hrogn

Stofnfiskur á Reykjanesi hefur framleitt laxahrogn fyrir fiskeldisiðnaðinn síðan 1991.

Reynslan af íslenskum laxastofnum var sú að vöxturinn var ásættanlegur en hann náði þó kynþroska of fljótt.  Því var ákveðið að flytja inn augnpokahrogn frá Noregi og rækta út frá því nýjan eldisstofn, svokallaðan Stofnfisk stofn.  Framleiðslan er seld víða um heim, til Noregs, Færeyja, Skotlands og Chile, auk þess sem laxeldisfyrirtækin á Íslandi njóta góðs af henni.  Þeir eiginleikar sem  leitast er eftir við að ná fram í framleiðslunni eru góður vöxtur, styrkleiki gagnvart sjúkdómum og holdgæði.  Framleiðslan fer öll fram í landsstöðvum Stofnfisks á Reykjanesi.