Uppbygging fiskeldisstöðvar Matorku í Grindavík að hefjast

bleikja_matur

Það eru spennandi tímar framundan hjá Matorku en uppbygging landstöðvar fyrirtækisins í Grindavík er nú að hefjast.  Árni Páll Einarsson framkæmdastjóri Matorku er í athyglisverðu viðtali við vefmiðilinn kvotinn.is og segir m.a:   „Nú loksins eftir mikinn undirbúning er fjármögnun fiskeldisfyrirtækisins Matorku til verulegar uppbyggingar fiskeldisstöðvar í Grindavík lokið.  Búið er að bjóða út verkið og verið er að vinna í verksamning við verktaka um mannvirkin.  Stefnt er að því að byrja framkvæmdir á næstunni. Hin nýja eldisstöð mun fullbyggð búa til 40 ný störf og afla um 20 milljóna dollara í erlendum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið,“

Viðtalið við Árna í heild sinni má lesa hér.

Uppbygging í stoðgreinum fiskeldisins – prótínverksmiðja á Tálknafirði

eyglo_þoka

 

Fyrirtækið Arctic protein er að undirbúa flutning verksmiðju sinnar á Tálknafjörð.  Þar verður framleitt próteinduft og laxaolía úr laxaslógi enda framleiðsla á laxi á sunnanverðum Vestfjörðum í miklum vexti.  Hér er komin enn ein aukabúgreinin sem þrífst í kringum laxeldið og skapar fjölbreytt störf á þeim svæðum sem heimilt er að stunda eldi.  Nú þegar eru rekin þjónustufyrirtæki í kringum eldið, fyrirtæki sem sinna þrifum á nótum í kvíum og köfunarþjónusutu.  Þá er nótaþvottastöð á vegum Ísfells að hefja starfsemi á Flateyri.   Það er ljóst að atvinnuuppbyggingin í kringum eldið heldur áfram og tækifærin í kringum eldið eru fjölmörg.

Villtur lax í Noregi í mjög góðu standi í ár – frábærar fréttir fyrir íslenska stangveiðimenn

Samkvæmt héraðsblaðinu Nationen í Noregi er ástand norskra áa í ár mjög gott, laxveiðin sýnir vöxt á milli ára upp á 30-50%.   Sumar hverjar eru að upplifa sitt besta tímabil í 15 ár og þurfa að fara aftur til ársins 2002 til að finna viðlíka tölur.  Þetta eru frábærar fréttir fyrir hin áhyggjufullu veiðifélög á Íslandi sem hafa verið dugleg að spá eyðingu villtra stofna samhliða auknu sjókvíaeldi við Ísland.  Norðmenn hafa nefnilega alið yfir milljón tonn af laxi í sjókvíum á ári undanfarin ár, margtugfalt það sem nokkurn tíma verður alið á Íslandi.   Og ekki er að sjá það hafi „eytt villtum stofnum í hundruðum áa í Noregi“ eins og talsmenn veiðifélaga á Íslandi hafa látið hafa eftir sér.

Fiskeldi Austfjarða fær nýjan fóðurpramma

Fiskeldi Austfjarða fær nýjan fóðurpramma

Í síðustu viku kom til hafnar á Djúpavogi nýr fóðurprammi í eigu Fiskeldis Austfjarða.  Pramminn sem fengið hefur nafnið Úlfsey ber tæplega 400 tonn af fóðri og er þegar kominn í notkun á nýrri eldisstaðsetningu fyrirtækisins í Berufirði.  Úlfsey er smíðuð 2008 og er afar vel búið og glæsilegt verkfæri.  Að sögn Jónatans Þórðarsonar, eldisstjóra FA, er um byltingu að ræða fyrir starfsmenn fyrirtækisins og mikil ánægja er með komu Úlfseyjar en hún er stærsti sérsmíðaði fóðurprammi sem notaður hefur verið á Íslandi.  Koma Úlfseyjar markar enn frekar þá miklu uppbyggingu sem er að verða í íslensku fiskeldi um þessar mundir og þá fagmennsku sem einkennir hana.

Ísfell setur upp nótaþvottastöð fyrir fiskeldið á Flateyri

Á íbúafundi á Flateyri þann 4. júli tilkynnti Ísfell ehf um áform sín um að opna nótaþvottastöð á staðnum, til að getað þjónustað fiskeldið enn betur.  Hefur félagið tekið á leigu húsnæði sem áður hýsti Arctic Fish og er verið að setja upp nótaþvottavél og annan búnað með það að markmiði að þjónustustöðin geti hafið starfsemi innan örfárra vikna.  Annar stærsti eigandi Ísfells, norska fyrirtækið Selstad AS er Ísfelli innan handar við þetta verkefni en Selstad rekur nokkrar sambærilegar þjónustustöðvar í Noregi.  Það er mjög ánægjulegt fyrir eldisfyrirtækin á Vestfjörðum að þessi þjónusta verði nú í boði innan svæðisins en hingað til hefur þurft að senda nætur í þvott til Reyðarfjarðar með tilheyrandi flutningskostnaði.  Þá er það uppörvandi fyrir eldismenn að stoðgreinarnar í kringum eldið séu að styrkjast, með tilheyrandi atvinnusköpun í  óbeinum störfum eldisins.

Á fundinum á Flateyri fór Gunnar Skúlason, framkvæmdastjóri Ísfells, yfir sýn fyrirtækisins á verkefnið og kynnti nýráðinn stöðvarstjóra, Bjarka Birgisson.  Þá hélt Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri LF  tölu þar sem farið var yfir stöðu og horfur í  fiskeldinu en einnig bent á frekari þjónustugreinar  sem nauðsynlegt er að huga að og hvar tækifærin til þess geta legið.  Einnig tóku til máls Gísli Gíslason bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Shiran Þórisson framkvæmdastjóri ATVEST og Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri Arctic Fish.  Voru framsegjendur allir ánægðir með komu þessarar starfsemi til Flateyrar og ljóst að eldisfyrirtækin á Vestfjörðum munu njóta þessarar þjónustu.

Nýting sóknarfæra í laxeldi á Íslandi

Í Vísi þann 23. júní birtist athyglisverð grein eftir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðing M. Sc. og deildarstjóra atvinnu­þróunardeildar fylkisstjórnar Tromsfylkis í Norður-Noregi.  Í greininni fjallar Gunnar m.a. um þær áskoranir sem norðmenn standa frammi fyrir samhliða áætlunum um aukningu framleiðslu á eldisfiski.  Þá fer hann jákvæðum orðum um það regluverk sem Ísland hefur sett og telur það fela í sér tækifæri til skynsamlegrar uppbyggingar fiskeldis á Íslandi.  Grein Gunnars má nálgast hér.

Síða 40 af 41« Fyrsta...102030...3738394041