Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Þingmenn og forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækjanna vilja stefna að laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækin þrjú sem hafa undirbúið laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa lýst yfir óbreyttum ásetningi sínum, þrátt fyrir að áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar geri ekki ráð fyrir laxeldi í Djúpinu. Þá hafa þingmenn og forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi látið í ljósi eindreginn stuðning við að laxeldi verði í Ísafjarðardjúpi og hvatt til þess að áhættumatið fyrir Djúpið verði endurskoðað sem allra fyrst. Bent er á að áhættumatið taki ekki tillit til mögulegra fyrirbyggjandi aðgerða, annarrar mögulegrar eldistækni né mótvægisaðgerða sem hafi það að markmiði að draga úr hættu á slysasleppingum og þar með erfðablöndun.
Loks hafa komið fram í umræðunni upplýsingar um að laxveiðin í ánum í Ísafjarðardjúpi byggi á fiski sem ræktaður hafi verið upp úr seiðum sem flutt hafi verið að og sé því ekki um að ræða náttúrulegan stofn þessara veiðiáa.
„Við erum ekkert hættir í Djúpinu“
Fram kemur í viðtali BB.is við Víking Gunnarsson framkvæmdastjóra Arnarlax, að stjórnendur fyrirtækisins séu ekki hættir við laxeldisáform í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið hefur verið með 10 þúsund tonna eldi í Djúpinu í umhverfismati. „Við erum ekkert hættir í Djúpinu, ekki frekar en Arctic Fish eða Háafell,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Víkingur segir að nú sé verið að meta stöðuna, hvort það sé hægt að fara af stað og þá með hvaða leiðum.
Háafell stefnir að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi
Háafell ehf., dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., ætlar heldur ekki að leggja árar í bát og stefnir enn að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. „Við munum vinna áfram heilir og beinir að því,“ segir Kristján G. Jóakimsson, verkefnastjóri Háafells, í samtali við bb.is.
Vinnur faglega að undirbúningi þess að hefja laxeldi í Ísafjarðardjúpi
Í tilkynningu frá Arcitc fish segir:
„Frá stofnun hefur Arctic Fish haft á stefnu sinni að byggja upp fyrirtæki þar sem áhersla er lögð á umhverfisvænt eldi með sérstöðu úr náttúrulegu íslensku umhverfi. Arctic Fish ætlar því á komandi mánuðum að vinna faglega að undirbúningi mótvægisaðgerða til þess að geta hafið eldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Áhættumatið er byggt á forsendum og þekkingu sem liggja fyrir á hverjum tíma og tekur því mið af breytingum sem kunna að verða.
Þrátt fyrir mögulega biðstöðu í Ísafjarðardjúpi þá mun Arctic Fish halda áfram vinnu sinni við að byggja upp öflugt eldi í Dýrafirði og á suðurfjörðum Vestfjarða. Seiðaeldið er grundvöllurinn fyrir framtíðaruppbyggingu á sjókvíaeldisstarfsemi fyrirtækisins. Þegar lokið verður uppbyggingu þeirra þriggja eldishúsa sem unnið er að í botni Tálknafjarðar er áætlað að framleiðslugetan verði í kringum 5-6 milljónir seiða og í framtíðinni verður að hluta til hægt að ala stór seiði eins og mótvægisaðgerðirnar kalla á.“

„Engar forsendur fyrir því að loka Djúpinu“
Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrrverandi ráðherra ritaði grein í bb.is og segir þar: „Mikilvægt er að Hafrannsóknarstofnun fái ráðrúm til þess að klára sína rannsóknar og þróunarvinnu. Í dag er ekki hægt að leggja þær rannsóknir til grundvallar ákvarðanatöku um framtíð fiskeldis.
Sé horft til þess, mögulegra mótvægisaðgerða og hinna jákvæðu samfélagsáhrifa eru engar forsendur fyrir því að loka Djúpinu.“
„Ég kvitta ekki upp á að loka Ísafjarðardjúpinu“
Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi leggur áherslu á að framþróun fiskeldis muni alltaf byggja á vísindum. „Sú framþróun verður að vera með þeim hætti að hagsmunir veiðiréttarhafa, fiskeldisfyrirtækja og samfélagsins alls fari saman og það er hlutverk okkar stjórnmálamanna að finna þann meðalveg“, segir hann í viðtali við BB.is
Teitur Björn bendir á að árið 2004 hafi verið stigið stórt skref í að friða strandlengjuna fyrir sjókvíaeldi. „Þá var nær öllu landinu lokað nema hluta Austfjarða og Vestfjarða, þar með talið Ísafjarðardjúpi og ég sé ekki að svo stöddu að þær upplýsingar sem hafa komið fram eigi að breyta því mati og ég kvitta ekki upp á að loka Ísafjarðardjúpinu,“

„Aldrei sátt með Ísafjarðardjúp lokað“
Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir í viðtal við BB.is: „Mér finnst mikilvægt að fiskeldið sé byggt upp á rannsóknum og vísindum og fagna því aðkomu Hafrannsóknastofnunar að málinu. Hins vegar er þetta ný aðferðafræði sem er verið að beita með áhættumatinu, það þarf að fá að þróast og standa á sterkum vísindalegum grunni áður en það er gert að stjórntæki,“ segir Elsa Lára.
Hún kallar eftir að fleiri þættir verði teknir inn í jöfnuna. „Eins og til dæmis mótvægisaðgerðir sem eru byggðar á því sem best þekkist erlendis til að fyrirbyggja mögulegan skaða en mér sýnist sem þær hafi ekki verið inn í forsendunum fyrir matinu.“
Elsa Lára segir það verkefni stjórnmálamanna að sætta ólík sjónarmið í þessu máli. „En það verður aldrei sátt með Ísafjarðardjúp lokað.“

„Þannig að byggja megi upp sjókvíaeldi við Djúp“
Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi segir í aðsendri grein í BB.is: Krafan er sú að áhættumatið verði endurskoðað strax. Með öflugum og raunhæfum mótvægisaðgerðum er næsta víst að draga megi verulega úr þeirri áhættu sem menn skelfast þannig að byggja megi upp sjókvíaeldi við Djúp eins og stefnt hefur verið að.
Þingmenn kjördæmisins hafa ákveðið að koma saman á næstu dögum og fara yfir þessa stöðu sem uppi er og ég spái því að þessi málefni muni taka drjúgan tíma af starfinu á vettvangi þingsins, bæði atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar á næstunni því mikið er í húfi.“
„Djúpið opni fyrir laxeldi strax á næstu árum“
Gylfi Ólafsson sem var fyrsti maður á lista Viðreisnar fyrir síðustu alþingiskosningar og aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og formanns Viðreisnar segir í grein á BB.is: „Krafan er því einföld: að áhættumatið verði uppfært eins fljótt og auðið er, og löngu áður en árin þrjú eru úti. Þegar hagrænu áhrifin liggja fyrir geta ráðherra og stjórnvöld önnur litið til þeirra einnig.
Hafandi skoðað áhættumatið og helstu hagrænu þætti er augljóst að uppfært áhættumat og formlegt mat á hagrænum áhrifum muni hvort tveggja verða til þess að Djúpið opni fyrir laxeldi strax á næstu árum.“
„Vekur upp spurningar hvort áhættumat Hafró þurfi ekki endurskoðunar við“
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi segir í stöðuuppfærslu á facebook: „Áhættumatið fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi tekur ekkert mið af mótvægisaðgerðum þar sem uppræktaðar ár eiga í hlut. Þegar virkjanarkostir í Neðri Þjórsá voru settir í nýtingarflokk þar sem stærstu og sérstæðustu íslensku laxastofnar eru þá var tekið tillit til mótvægisaðgerða eins og seiðafleytna. Þar hafa vistfræðingar varað við hruni stofnsins ef af virkjunum verður sem er óafturkræft. Þetta vekur spurningar um hvort nýtilkomið líkan um áhættumat sem Hafró byggir á þurfi.ekki endurskoðunar við þar sem fleiri þættir eru vegnir inní og fengin er rýni og álit fleiri vísindamanna miðað við boðaðar mótvægisaðgerðir og möguleika á að endurheimta með nýjum seiðum ef slysaslepping verður og hugsanleg kynblöndn í afmörkuðum uppræktuðum ám í Djúpinu.“

Eldisáin í Breiðdal

Eldisáin í Breiðdal

„Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á  laxaseiðum í ána  af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal.   Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.“

„Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa þá er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja sem er rekstraraðili Breiðdalsár er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni aðferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni.“

Einar Örn Gunnarsson. Í ljósi þess að veiðiréttarhafar sleppa á annað hundrað þúsund eldisseiðum árlega í Breiðdalsá er spurning hvort ekki sé eðlilegt að slík framkvæmd verði sett í umhverfismat?

Þetta kemur fram í grein eftir Einar Örn Gunnarsson stjórnarmann í Löxum fiskeldi ehf og birtist í Morgunblaðinu í gær. Greinin birtist hér í heild sinni.

Leigutaki Breiðdalasár Þröstur Elliðason skrifaði grein í Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði þar sem hann heldur því ranglega fram að í Breiðdalsá sé að finna villtan laxastofn. Þröstur vísar ekki til heimilda máli sínu til stuðnings enda benda öll fyrirliggjandi gögn til hins gagnstæða.

„Sjaldan eða aldrei verður vart við lax í Breiðdalsá“
Árið 1899 birtist í tímaritinu Andvara skýrsla Cand Mag Bjarna Sæmundssonar til Landshöfðingja um fiskirannsóknir. Þar fjallar þessi virti vísindamaður meðal annars um vatnasvæði á Austurlandi. Í kafla sem ber yfirskriftina “Lax og silungsveiðar. – Veiðivötn” segir m.a.: “. . . Í ána gengur þó allmikið af silung, mest bleikja . . . Sú á á Austfjörðum, er best væri fallin til fyrir lax, er Breiðdalsá, en sjaldan eða aldrei verður vart við lax í henni.”
Einvörðungu flökkulaxar
Jafnframt má geta þess að í úrskurði um arðskrá fyrir Veiðifélag Breiðdælinga frá árinu 2006 kemur fram að veiði við Fagradal hafi verið allt frá 2 til 180 silungar á ári frá 1942 til 1961. Á framangreindu tímabili veiddust að meðaltali 5 laxar í net á ári og má ljóst vera að slík veiði endurspeglar að hér hafi aðeins verið um flökkulaxa að ræða.

Hvergi er getið um lax í umfjöllum um hlunnindi jarða við Breiðdalsá en hins vegar er kveðið á um silungsveiði.

Sleppingar á laxaseiðum úr ýmsum laxastofnum
Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á laxaseiðum í ána af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal. Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.

Seiðasleppingarnar afgerandi fyrir vistkerfi árinnar
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík: Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa þá er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja sem er rekstraraðili Breiðdalsár er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni aðferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni.

Hver er skilgreining á „villtum fiskistofni“
Ekki þarf annað en að skoða almenna skilgreiningu laga um lax- og silungsveiði nr. 14/2006 á “villtum fiskistofni” til að sjá að fiskur árinnar fellur utan skilgreiningarinnar en þar segir: “Fiskstofn þar sem meiri hluti fisks er klakinn í náttúrulegu umhverfi, elst þar upp og er kominn undan villtum foreldrum.“

Sleppingarnar eru forsenda þess að hægt sé að veiða lax í einhverjum mæli í ánni
Hafi Þröstur tekið ána á leigu í þeirri góðu trú að um væri að ræða náttúrulegan laxastofn þá tel ég að hann ætti leita réttar síns. Reyndar hefði verið hægur vandi fyrir leigutakann að finna upplýsingar um raunverulega stöðu árinnar sem á sér enga sögu um villtan lax en er hins vegar þekkt eldisá eða hafbeitará. Þessar miklu sleppingar í Breiðdalsá eru forsenda þess að hægt sé að veiða lax í einhverju mæli í ánni.

Verðugt og göfugt verkefni að huga að eðli árinnar
Í grein Þrastar nefnir hann lögbundið hlutverk veiðifélaga og segir það vera “að stunda fiskirækt á félagssvæðinu eftir því sem þörf krefur til að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra.”

Það er góðs viti að Þröstur geri sér grein fyrir því hvert hlutverk veiðifélaganna er og hvet ég hann til þess að tryggja vöxt og viðgang þeirra náttúrulegu fiskistofna sem tilheyra Breiðdalsá. Það væri verðugt og göfugt verkefni að huga að eðli árinnar og þeim náttúrulega fiski sem þar á heima. Breiðdalsá er silungsá eins og fram kemur í öllum eldri heimildum og í orðum Bjarna Sæmundssonar. Það væri virðingarvert ef aðstandendur Breiðdalsár tækju þeirri áskorun að hætta seiðasleppingum eldisfiska, fjarlægðu laxastiga við fossinn Beljanda og tryggðu vöxt og viðgang hins náttúrulega silungs.

Ættu sleppingar að fara í umhverfismat
Í ljósi þess að veiðiréttarhafar sleppa á annað hundrað þúsund eldisseiðum árlega í Breiðdalsá er spurning hvort ekki sé eðlilegt að slík framkvæmd verði sett í umhverfismat?

Aðferðafræði beitt til að rækta stórlaxagen
Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa þá er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja sem er rekstraraðili Breiðdalsár er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni aðferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni.

Einar Örn Gunnarsson

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð

  • Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi. –  
  • 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík.
  • Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf.
  • Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp.
  • Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum.

Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík: 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík.

Þetta kemur fram í meðfylgjandi grein sem Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík ritaði á dögunum í Fréttablaðið.

Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur.

Meira en allur bolfiskaflinn við Djúp
Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík.

Fjölgun íbúanna næmi þúsundum við Djúp
Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp.

Hundruð milljóna tekjur til sveitarfélaganna
Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum.

Betra samfélag er sjálfbært samfélag
Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð.

30 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi eins og burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunarinnar kveður á um gæti leitt til fólksfjölgunar sem næmi þúsundum íbúa við Djúp.

Náttúran nýtur vafans
Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.

Hafró og fiskeldisfyrirtækin benda á mótvægisaðgerðir
Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægis­aðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.

Samfélagið við Djúp njóti líka vafans
Það er krafa okkar að samfélagið við Djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans.

Allar forsendur fyrir hendi
Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan.

Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp.

Það er kjarni málsins.

Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.

Laxeldi í Djúpinu – Miklir hagsmunir heimamanna

Laxeldi í Djúpinu – Miklir hagsmunir heimamanna

Ekkert skiptir okkur íbúa norðanverða Vestfjarða meira máli og nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn leggist á árarnar og rói lífróður með laxeldi. Við verðum að berjast, öll sem eitt! Við megum ekki láta stjórnmálamenn komast upp með að koma sér undan ábyrgri afstöðu og þeir hafi kjark og þor til að standa með okkur í þessum mikla hagsmunamáli. Að málið sé unnið af fagmennsku en ekki byggt á tilfinningum einum, og meiri hagsmunir teknir fram fyrir minni. Að gríðarlegum hagsmunum okkar sé ekki hent fyrir róða vegna óverulegrar áhættu á erfðamengun í laxveiðiám í Djúpinu. Ég myndi vilja horfa í augu ráðarmanna þegar þeir segja okkur Vestfirðingum að þeir þori ekki að ganga gegn ósanngjörnum kröfum laxveiðimanna.

Þannig kemst Kristín Hálfdánsdóttir bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ að orði í meðfylgjandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. ágúst sl. Greinin birtist hér í heild sinni.

Fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert mál stærra eða mikilvægara en hvort laxeldi í Ísfjarðardjúpi fái brautargengi. Engin önnur atvinnu- og verðmætasköpun er sjáanleg til að byggja upp nýjar meginstoðir í atvinnulífi á þessu svæði til framtíðar. Skapað vel launuð og fjölbreytt störf sem munu hafa úrslitaáhrif á byggðaþróun og snúa áratuga langri hnignun í sókn fyrir íbúana.

Kristín Hálfdánsdóttir: Fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert mál stærra eða mikilvægara en hvort laxeldi í Ísfjarðardjúpi fái brautargengi.

Laxeldi er byggðavæn atvinnugrein
Laxeldi er umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem til er í öllum samanburði. Reynslan í Noregi og Færeyjum sýna að laxeldi er hálaunagrein, þar sem kallað er eftir sérfræðingum af öllum toga, vísindamönnum og tæknimenntuðu fólki. Mikil tækifæri hafa skapast í kringum laxeldið fyrir alls kyns verktakastarfsemi sem gefur ungu dugmiklu fólki tækifæri á að blómstra við uppbyggingu á eigin rekstri. Í báðum þessum löndum er reynslan sú að stór sem smá sveitarfélög fá tækifæri á aðkomu aðkomu að seiðaeldi, laxeldi eða laxavinnslu. Þar fyrir utan eru afleidd störf og verðmætasköpun um 40% ofan á umfang greinarinnar sjálfrar. Ólíkt sjávarútvegi þar sem aðgengi að auðlindinni hefur auðveldlega getað færst til og skilið byggðalög berskjölduð eftir, er laxeldið ekki að fara neitt og verður alla tíð í Ísafjarðardjúpi. Reynsla laxeldismanna er einmitt að illa hefur gengið að fjarstýra rekstrinum og menn sjá hag sinn í að byggja starfsemina alla upp þar sem eldið er. Það má einmitt sjá í verki hjá Arnarlax sem hefur byggt alla sína starfsemi upp á Bíldudal, og nýlega flutti Arctic Fish alla sína starfsemi, stjórnunar og skrifstofustörf, í Ísafjarðarbæ.
Meiri hagsmuni fyrir minni
Það er því þyngra en tárum tekur að sjá viðbrögð manna við þessu sóknarfæri Djúpmanna og síðast nú þegar forstjóri Hafrannsóknarstofnunar kom fram og kynnti skýrslu þess efnis að laxeldi verði ekki leyft í Ísafjarðardjúpi. Skýrslan gengur út á að sett eru miklu strangari viðmiðunarmörk en notuð eru í Noregi og því niðurstaðan fyrirséð. Það getur ekki verið að þegar hagsmunir eru metnir að laxar sem veiddir eru í litlum ám í Djúpinu, og skila nánast engum verðmætum fyrir svæðið, séu einvörðungu hafðir til hliðsjónar en ekki meginhagsmunir íbúa á svæðinu. Sem dæmi má nefna að með aukinni verðmætasköpun og fleiri vel borgandi störfum mun fasteignaverð hækka umtalsvert og hér gætu menn upplifað stórfellda uppbyggingu á íbúðarbyggingum vegna hagvaxtar á svæðinu.
Ósanngjörn umræða
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með áróðri laxveiðimanna þar sem hafa grímulaust gripið til sí endurtekinna ósanninda í málflutningi. Ekki hefur verið hægt að fá þetta fólk að borðinu til að ræða efnislega hvernig hægt væri að lágmarka hættu á tjóni, og eina niðurstaða þeirra er að algjört bann við laxeldi. Engar málamiðlanir þrátt fyrir að mjög langt hafi verið gengið undanfarin ár til að koma til móts við kröfur þeirra, m.a. lokun á stærstum hluta landsins til laxeldis.
Þá hafa laxeldisfyrirtækin lagt fram ítrarlegar tillögur um fyrirbyggjandi aðgerðir og mótvægisaðgerðir til þess að sporna gegn mögulegri erfðablöndun. Hér á landi verður aðeins notaður besti búnaður sem til er og þróun er ör í þessari grein og innan einhverra ára verður hægt að tala um 100% öryggi. Þangað til verður eigendum laxveiðiáa gefinn kostur á að fylgst með ám í Djúpinu með myndavélum og um leið og eldislax gengur í ána verður hægt að bregðast við, jafnvel sækja hann áður en skaði er skeður. Hér verður að hafa hugfast að enginn skaði er af eldislaxi í ánni fyrr en hann makar sig við laxinn sem fyrir er.
Vestfirðingar standi saman
Ekkert skiptir okkur íbúa norðanverða Vestfjarða meira máli og nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn leggist á árarnar og rói lífróður með laxeldi. Við verðum að berjast, öll sem eitt! Við megum ekki láta stjórnmálamenn komast upp með að koma sér undan ábyrgri afstöðu og þeir hafi kjark og þor til að standa með okkur í þessum mikla hagsmunamáli. Að málið sé unnið af fagmennsku en ekki byggt á tilfinningum einum, og meiri hagsmunir teknir fram fyrir minni. Að gríðarlegum hagsmunum okkar sé ekki hent fyrir róða vegna óverulegrar áhættu á erfðamengun í laxveiðiám í Djúpinu. Ég myndi vilja horfa í augu ráðarmanna þegar þeir segja okkur Vestfirðingum að þeir þori ekki að ganga gegn ósanngjörnum kröfum laxveiðimanna.

Ísafirði 1.ágúst 2017
Kristín Hálfdánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.

Áhrifin á Austfjörðum verða gríðarleg

Áhrifin á Austfjörðum verða gríðarleg

Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur.

Þetta kemur fram í grein eftir Gauta Jóhannesson sveitarstjóra í Djúpavogshreppi í Fréttablaðinu í gær. Greinin birtist hér í heild sinni.

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri

Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga.

Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna..

Áhrifin á Austfjörðum verða gríðarleg

Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur.

Mikilvægt að vinna uppbyggingu fiskeldis í Berufriði

Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“

Djúpivogur

Djúpivogur: Fiskeldi felur í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu.

Skýr stefna er til staðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar.

Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti

Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla.

Eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða

Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“

Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi.

99 prósenta öryggi laxastofna

99 prósenta öryggi laxastofna

„Auðveldlega má gera því skóna með samanburði við sunnanverða Vestfirði að eignir almennings á Norðanverðum Vestfjörðum geti hækkað um 10 til 20 milljarða króna á nokkrum árum vegna hækkunar fasteignaverðs á svæðinu. Þarna er þó um að ræða matskennda stærð. Einnig má reikna með að tekjur sveitarfélaganna við Ísafjarðardjúp aukist um a.m.k. 500-600 milljónir króna á ári vegna tekna af útsvari og hafnargjöldum þegar eldið í Djúpinu verður komið í 30 þús. tonn á ári.

Ekkert eldi setur okkur hinsvegar í þá gamalkunnu stöðu að „finna eitthvað annað“ og hætt er við að fasteignaverð standi í stað og fólksfjölgun verði ekki.

Það tækifæri sem menn standa frammi fyrir við Ísafjarðardjúp núna er af stærðargráðu sem allir hafa áður talið óhugsandi, enda er áætlað framleiðsluverðmæti af 30 þúsund tonna eldi svipað og verðmæti helmings þorskaflans á Íslandi upp úr sjó. Íslenski villti laxastofninn yrði áfram verndaður 99%.“

Þetta kemur fram í grein í Morgunblaðinu sem Elías Jónatansson í Bolungarvík skrifaði í Morgunblaðið, 10. ágúst sl.undir fyrirsögninni 99 prósent öryggi laxastofna. Greinin birtist hér á eftir í heild sinni.

Elías Jónatansson: Stefnumótandi ákvörðun um að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi var hinsvegar tekin strax árið 2004. Forráðamenn sveitarfélaganna hafa því í áranna rás hvatt menn og fyrirtæki til dáða í uppbyggingu fiskeldis. Fyrirtækin hafa hér verið að fóta sig í fiskeldi á annan áratug a.m.k. og talið sig verið í góðri sátt við umhverfið, samfélagið og stjórnvöld.

Fiskeldi: Detti stjórnvöldum í hug að breyta skyndilega um stefnu nú þá þurfa að vera til þess afar sterk rök, enda væri þá verið að gera forráðamenn sveitarfélaganna, núverandi og fyrrverandi, að ómerkingum.

Vestfirðingar hafa aldrei staðið frammi fyrir viðlíka tækifæri í atvinnuuppbyggingu og nú. Þróun fiskeldis í góðri sátt við náttúruna er þegar hafin á sunnanverðum Vestfjörðum og augljóst að tækifærin eru síst minni við Ísafjarðardjúp.
30 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi er í samræmi við burðarþolsmat Hafró, en með því væri tekin algjör lágmarksáhætta á tímabundinni erfðablöndun á 1% íslenska laxastofnsins í tveimur laxveiðiám i Ísafjarðardjúpi. 99 prósent laxastofna við Ísland yrðu hinsvegar alveg örugg áfram. Það sýna útreikningar sérfræðinga.
Líkurnar vinna með eldinu
Allt bendir til að erfðabreyting gæti verið afturkræf í þessum ám þar sem veiddir eru innan við 1% villtra laxa á Íslandi, vegna þess að erfðablöndunin væri staðbundin og erfðamengið er áfram til ómengað.
Vöktun á ánum og viðbragðsáætlun eru mikilvæg atriði, en mikilvægast er að beita ýmsum forvörnum sem draga mundu úr líkum á erfðablöndun. Manngerðir laxastigar sem þegar eru fyrir hendi gætu t.d. nýst til aðgöngustýringar kynþroska fisks að ánum.
Ég tel einsýnt að stefna beri að 30 þúsund tonna laxeldi við Ísafjarðardjúp, um leið og tryggð verði lágmarksáhrif þess á það 1% íslenska laxastofnsins sem á aðsetur í Djúpinu. Ein leiðin til þess er að samhliða uppbyggingu fiskeldisins verði unnið að uppbyggingu villta laxastofnsins í Ísafjarðardjúpi.
Langtímasjónarmið höfð að leiðarljósi
Oft eru stjórnmálamenn gagnrýndir fyrir að hafa ekki mótað stefnu í tíma. Ákvarðanir séu teknar án undangenginnar umræðu og yfirvegunar. Stefnumótandi ákvörðun um að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi var hinsvegar tekin strax árið 2004. Forráðamenn sveitarfélaganna hafa því í áranna rás hvatt menn og fyrirtæki til dáða í uppbyggingu fiskeldis. Fyrirtækin hafa hér verið að fóta sig í fiskeldi á annan áratug a.m.k. og talið sig verið í góðri sátt við umhverfið, samfélagið og stjórnvöld.
Sveitarstjórnir hvetja til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi
Sú vinna og útlagður kostnaður sem einstaklingar og fyrirtæki hafa þegar lagt í við að koma á fót fiskeldi við Ísafjarðardjúp er ómæld. Stefnumörkun stjórnvalda hefur haft afgerandi áhrif á stefnu einstaklinga og sjávarútvegsfyrirtækja að setja fjármuni í rannsóknir og þróun fiskeldis fremur en að byggja bara upp hefðbundnar greinar eins og útgerð eða fiskvinnslu.
Detti stjórnvöldum í hug að breyta skyndilega um stefnu nú þá þurfa að vera til þess afar sterk rök, enda væri þá verið að gera forráðamenn sveitarfélaganna, núverandi og fyrrverandi, að ómerkingum.
Nýlegt burðarþolsmat Hafró segir að leyfa mætti 30 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi. Til viðbótar matinu óskuðu stjórnvöld eftir áhættumati vegna hugsanlegrar erfðablöndunar úr eldislaxi í villtan. Áhættumatið er sett fram í skýrslunni: „Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi“ sem unnin er af sérfræðingum sömu stofnunar ásamt erlendum sérfræðingum, Hér kölluð skýrsla eða áhættumat Hafró. Skýrslan byggir á líkani sem reiknar líkur á innblöndun (flakki) eldislax í ár og erfðamengun af völdum hennar.
Viðbragðsáælun og forvarnir eru lykilatriði
Ótal leiðir virðast færar til að minnka hættu á erfðablöndun vegna innblöndunar eldislax í þær tvær ár, Laugardalsá og Langadalsá/Hvannadalsá sem eru metnar í hættu í Ísafjarðardjúpi í tengslum við 30 þús. tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Ein mótvægisaðgerð sem grípa má til er að rækta upp náttúrulega stofninn í ánum tveimur, en það drægi mjög úr hættu á erfðabreytingum. Mörg dæmi eru um að veiðitölur hafa margfaldast við ræktun laxastofna. Ef takast mætti að tvöfalda náttúrulega stofninn í þeim tveimur ám sem um ræðir í Ísafjarðardjúpi þá lækkar það hlutfall strokulaxa úr eldi úr 7,5% í 3,8% sem er innan marka sem höfundar setja sem viðmið gagnvart erfðablöndun. (sjá myndir 7 og 8 á bls. 26 og 27 í skýrslunni). Fræðimenn telja reyndar mun minni líkur á að flökkulax nái að valda erfðablöndun í á sem er „þéttsetin“ af villtum laxi fyrir því hann finni sér ekki hrygningarstað. Því leggja höfundar til að lögð verði áhersla á að tryggja að ávallt sé næg hrygning til staðar í náttúrulegum laxveiðám (bls. 5). Vöktun laxastiga eins og nefnd var hér á undan er önnur mikilvæg leið í forvörnum.
Eldi á geldlaxi gæti svo komið síðar þótt þróun á slíku eldi eigi langt í land og algjörlega útilokað að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði látið bíða þess að það verði hagkvæmt.
99% trygging þýðir ásættanlega áhættu
Við mat á hættu á erfðablöndun á laxi er mönnum nokkur vandi á höndum enda ekkert fordæmi til fyrir slíku áhættumati í heiminum. Mikið er þó horft til rannsókna Norðmanna í því sambandi sem hafa sett ströng viðmið um hámarksfjölda eldislaxa í laxveiðiám. Skýrsluhöfundar leggja til að miða hámarksfjölda á eldislaxi í íslenskum laxveiðiám sem eru nærri fiskeldi við 4%, en þar miða Norðmenn við 10%. Í ám sem eru „langt“ frá laxeldisstöð miða Norðmenn hinsvegar við 4% eins og skýrsluhöfundar leggja til.

Frá Ísafjarðardjúpi: Vegna landfræðilegra aðstæðna er hér hægt að taka algjöra lágmarks áhættu til að ná ótrúlegum ávinningi. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða.

30 þúsund tonna laxeldi í Djúpinu þýðir skv. líkaninu að verið væri að taka áhættu á að innblöndun strokulaxa í tveimur laxveiðiám í Djúpinu yrði 7,5% sem er yfir því viðmiði sem skýrsluhöfundar setja við 4%. Það er hinsvegasr vel innan þess 10% viðmiðs sem Norðmenn nota. Viðmið Norðmanna er því í þessu tilfelli 150% víðara en það sem skýrsluhöfundar leggja til. Viðmiðið 4% fyrir fjarlægar ár er hinsvegar hið sama og hjá Norðmönnum.
Jafnvel þótt skýrsluhöfundar hefðu þrengt viðmiðið um 25% frá norska viðmiðinu hefði það þýtt tillögu skv. áhættumati um að leyfa ætti 30 þús. tonna eldi í Djúpinu eins og burðarþolsmatið gerði ráð fyrir.
Vegna landfræðilegra aðstæðna er hér hægt að taka algjöra lágmarks áhættu til að ná ótrúlegum ávinningi. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða.
En hvað ef forvarnir og viðbragðsáætlanir mistakast ?
Það er vissulega áleitin spurning hvað gerist ef öll plön um forvarnir og viðbrögð fara úr skorðum og menn missa tímabundið tökin á innblöndun í þeim tveimur ám sem um ræðir í Ísafjarðardjúpi. Er þá tekin áhætta með allan villta laxastofninn á Íslandi.
Svarið tel ég vera einfalt – NEI.

Á bls. 20 í skýrslunni segir að náttúrulegt flakk á laxi úr einni á í aðra sé metið á bilinu 4% til 20% skv. rannsóknum. Gera verður ráð fyrir að lægra gildið gildi um ár í mikilli fjarlægð, en efra gildið um ár í grennd við upphafsána.
Út frá líkindafræði þýðir þetta einfaldlega það að ef erfðablöndun ætti að geta borist úr einni á í aðra með náttúrulegu flakki þá þyrfti erfðablandaða áin að vera orðin verulega erfðablönduð. Dæmi um 20% erfðablandaða á í Ísafjarðardjúpi mundi þýða, að náttúrulegt flakk á erfðablönduðum laxi í aðrar ár utan Ísafjarðardjúps væri 0,8%, en gæti hugsanlega náð 4% ef flakkið væri 20% í ár sem væru næst upphafsánni í Djúpinu. Niðurstaðan er að hættan á að ár utan Ísafjarðardjúps verði fyrir erfðablöndun er algjörlega hverfandi (undir 1%) Í ljósi þess að erfðablöndun sem næmi tugum prósenta í einni á gæti einungis orðið ef innblöndun á eldislaxi væri viðvarandi mikil (jafnvel í áratugi) og síendurtekin verður að teljast útilokað að slík staða kæmi upp.
Enn kann einhver að spyrja. Hvað ef sérfræðingarnir hafa nú metið, mælt eða reiknað vitlaust. Getur samt ekki orðið óæskileg erfðablöndun úr einni á í aðra?
Þeirri spurningu hefur náttúran væntanlega þegar svarað sjálf. Ef náttúrulegt flakk úr einni á í aðra væri nægilegt til „erfðablöndunar“ væri þá náttúran ekki löngu búin að jafna út erfðamengið í öllum íslenskum ám og gera þær einsleitar en ekki einstakar?
Niðurstaðan verður því enn og aftur sú að áhættan sem tekin er með því að leyfa laxeldi í Ísafjarðardjúpi er algjörlega staðbundin og engin hætta á að hún berist út í lax um landið allt.
Tugir milljarða til almennings og árlega 600 hundruð milljónir til sveitarfélaga
Auðveldlega má gera því skóna með samanburði við sunnanverða Vestfirði að eignir almennings á Norðanverðum Vestfjörðum geti hækkað um 10 til 20 milljarða króna á nokkrum árum vegna hækkunar fasteignaverðs á svæðinu. Þarna er þó um að ræða matskennda stærð. Einnig má reikna með að tekjur sveitarfélaganna við Ísafjarðardjúp aukist um a.m.k. 500-600 milljónir króna á ári vegna tekna af útsvari og hafnargjöldum þegar eldið í Djúpinu verður komið í 30 þús. tonn á ári.
Ekkert eldi setur okkur hinsvegar í þá gamalkunnu stöðu að „finna eitthvað annað“ og hætt er við að fasteignaverð standi í stað og fólksfjölgun verði ekki.
Það tækifæri sem menn standa frammi fyrir við Ísafjarðardjúp núna er af stærðargráðu sem allir hafa áður talið óhugsandi, enda er áætlað framleiðsluverðmæti af 30 þúsund tonna eldi svipað og verðmæti helmings þorskaflans á Íslandi upp úr sjó. Íslenski villti laxastofninn yrði áfram verndaður 99%.

Enginn á jafn mikið undir í því að fiskeldið í Ísafjarðardjúpi fái að dafna og almenningur við Djúp. Áhættan sem tekin er með því að leyfa fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í samræmi við burðarþolsmat Hafró er algjörlega staðbundin og snýst um hlutfall sem er af stærðargráðunni 1% af íslenskum laxastofnum.

Stjórnmálamenn taki af skarið í samræmi við burðarþolsmat
Enginn á jafn mikið undir í því að fiskeldið í Ísafjarðardjúpi fái að dafna og almenningur við Djúp. Áhættan sem tekin er með því að leyfa fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í samræmi við burðarþolsmat Hafró er algjörlega staðbundin og snýst um hlutfall sem er af stærðargráðunni 1% af íslenskum laxastofnum.
Stjórnmálamenn þurfa að meta hvort ásættanlegt sé að taka áhættu á að 1% íslenska laxastofnsins gæti þurft að þola tímabundna erfðabreytingu sem vel væri hægt að vinna til baka, kæmi hún upp. Þegar höfð eru í huga þau gríðarlegu jákvæðu áhrif sem fylgja laxeldi í Ísafjarðardjúpi, bæði fyrir vestfirsk samfélög og þjóðarbúið í heild, þá ætti ákörðunin að vera auðveld. Mér er til efs að ákvarðanir almennt um veiðiheimildir úr fiskistofnum við Ísland sé hægt að taka með svo lítilli áhættu um áhrif á stofnstærð.
Það hlýtur að vera skylda stjórnmálamanna sem um málið fjalla að tryggja þá miklu hagsmuni almennings sem eru í húfi og ljúka leyfisveitingum vegna laxeldis í Ísafjarðardjúpi sem fyrst.
1 prósent fyrir íbúana
Búið er að velta við hverjum steini vegna ákvörðunar um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Engin haldbær rök eru til þess að fresta eldisáformum frekar og tefja þá miklu uppbyggingu sem stendur fyrir dyrum við Ísafjarðardjúp. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra og áhættan sem fylgir uppbyggingunni er ásættanleg.
Með því að taka ákvörðun núna um 30 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi fær villti laxastofninn og náttúran að njóta 99% en íbúarnir 1% vafans.
Slík ákvörðun myndi leggja grunnin að mesta ævintýri sögunnar í uppbyggingu atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum.

Bolungarvík, 8. ágúst 2017,
Elías Jónatansson, íbúi við Ísafjarðardjúp

Síða 20 af 41« Fyrsta...10...1819202122...3040...Síðasta »