Enginn eldislax veiðst í íslenskum ám í sumar

Enginn eldislax veiðst í íslenskum ám í sumar

Enginn eldislax hefur veiðst í ám á Íslandi á þessu sumri, skv. þeim gögnum sem nú liggja fyrir hjá Hafrannsóknastofnun og byggja á upplýsingum úr veiðibókum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu föstudaginn 8. september sl. Þessar tölur gefa skýrt til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál í veiðiánum.
Samkvæmt sömu gögnum hafa veiðst 8 regnbogasilungar, en ekki kemur fram í fréttinni hvaðan þeir koma. Þá hafa veiðst 59 hnúðlaxar í ánum í sumar.
Hnúðlax er ekki eldisfiskur
Ólafur Sigurgeirsson lektor við fiskeldis og fiskalíffræðideils Hólaskóla fjallar um þessi mál á facebooksíðu sinni og segir þar:
„Hér er ljómandi gott dæmi um hvert sumir fjölmiðlar eru komnir. Annað hvort er blaðabarnið sem þetta skirfar fullkominn bjálfi, sem hefur engan metnað eða áhuga á að kynna sér efni máls, ellegar reynir að slá bara einhverju nógu krassandi upp, til að fá athygli. Hnúðlax, sem talsvert hefur verið í brennidepli (og veiðist nú í Noregi, Skotlandi, Írlandi, Finnlandi og Frakklandi svo eitthvað sé nefnt), er ekki eldisfiskur heldur flækist hingað úr Hvítahafinu. Í anda Tómasar postula hefði ég síðan gjarnan vilja sjá og snerta regnbogasilung sem veiddist, að því er virðist skv. myndinni, í ofanverðri Vantsdalsá. Og hver ætli hafi hjálpað hnúðlaxi upp í Þórisvatn?“
Flökkusögurnar ganga staflaust um samfélagsmiðlana
Öðru hverju dúkka líka upp flökkusögur um eldislaxa í laxveiðiám. Þannig kom upp meint slíkt tilvik í Laxá í Aðaldal. Frásagnir af því gekk staflaust um samfélagsmiðlana þar sem spekingar af öllu tagi slógu því föstu að eldislax hefði farið upp í ána og veiðst þar. Birt var mynd af veiðiverði með hinn grunaða fisk og fullyrt að um lax væri að ræða.
„Eldislaxinn“ reyndist vera silungur !!
Fjölmiðlar bitu á agnið ( sem væntanlega hefur verið fluga) og „flugufréttinni“ var slegið upp. Enginn fjölmiðill hafði fyrir því að kanna sannleiksgildið og át þar hver upp eftir öðrum það sem síðar kom í ljós að var tóm della. Menn sem guma af reynslu sinni og þekkingu af laxveiðum létu sig hafa það að kveða upp harða dóma um hinn meinta lax. Myndinni af hinum meinta sökudólg var hins vegar komið á framfæri við Hafrannsóknastofnun. Þar á bæ voru menn ekki í nokkrum vafa.
„Eldislaxinn“ reyndist sem sagt þegar að var gáð vera silungur; regnbogasilungur! –

„Eldislaxinn“ sem reyndist vera silungur !!

Að þekkja ekki muninn á laxi og silungi
Enginn hinna meintu spekinga höfðu þar af leiðandi þekkt muninn á laxi og silungi. Þá varð gömlum togarasjómanni að orði: „Ekki veit ég hvað hefði verið gert við mig þegar ég var á sjó, ef ég hefði ekki þekkt muninn á ýsu og þorski“.
Enginn baðst afsökunar á frumhlaupinu
Athyglisvert er að enginn þeirra sem um málið fjallaði baðst afsökunar á frumhlaupi sínu. Veiðifélag árinnar hafði ekki fyrir því að koma hinu sanna á framfæri. Fullyrðingarnar sem höfðu reynst óhrekjandi lygi fengu að standa.
Flökkusögur geta ekki orðið grundvöllur skynsamlegrar umræðu
Þetta minnir á mikilvægi þess að tilkynningar um meinta eldisfiska í ám séu rannsakaðar, kannað sannleiksgildið og fundið út hvaðan þeir hafi komið. Flökkusögur geta aldrei orðið grundvöllur skynsamlegrar umræðu um þessi mál, eins og dæmið sannar frá því í sumar af því þegar menn þekktu ekki muninn á laxi og silungi en létu sig ekki muna um að fullyrða um hluti sem þeir höfðu enga hugmynd um

Breyttar eldisaðferðir geta aukið laxeldið

Breyttar eldisaðferðir geta aukið laxeldið

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að áhættumatið miðist við þær aðferðir sem notaðar eru í fiskeldi í dag og það geti breyst. Hann segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir í viðtali við Ríkisútvarpið að áhættumatið miðist við þær aðferðir sem notaðar eru í fiskeldi í dag og það geti breyst. Hann segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Sigurður segir að niðurstöður vöktunar verði einnig hafðar til grundvallar endurmati. Nýjar forsendur geti til dæmis verið kynbætur á eldisstofninum svo hann verði seinna kynþroska og útsetning stærri seiða að hausti. Breytingar sem gætu dregið úr hættu af eldinu: „Það var nú lagt upp með að þetta yrði gert að lágmarki á þriggja ára fresti en það er í rauninni ekkert sem hindrar endurmat komi fram nýjar forsendur.“ Sigurður segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þá eru niðurstöður vöktunar einnig hafðar til grundvallar endurmati. Endurmat get þó bæði leitt til hækkunar og lækkunar á leyfilegu magni á laxeldi.
Sigurður telur að með frekari þróun og rannsóknum sé ekki langt í að menn finni skaðminni lax til að ala: „Það er mikið rannsóknastarf unnið, sérstaklega í Noregi, að finna og þróa lax sem er ófrjór en stendur sig samt vel í eldi.“ Hann telur að innan fárra ára verði slíkur lax kominn á markað. Stofnfiskur og fleiri aðilar hér á landi vinna að slíkum rannsóknum. Stofnfiskur hefur selt ófrjó laxaseiði til Noregs en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir laxinn vera viðkvæmari en sá tvílitna.

Sjá fréttina í heild sinni: http://ruv.is/frett/haegt-ad-byggja-upp-umhverfisvaenna-laxeldi

Gagnrýnir harðlega að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði frestað

Gagnrýnir harðlega að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði frestað

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, krefst þess að stjórnvöld gefi íbúum Vestfjarða skýr svör og höggvi nú þegar á þá hnúta sem standa atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum fyrir þrifum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga gagnrýnir harðlega hugmyndir um að laxeldi við Ísafjarðardjúp verði slegið á frest eða laxeldi settir þvílíkir afarkostir að ekki verður unt að hefja raunhæfa uppbyggingu laxeldis við Djúp.

Lífsnauðsynlegt er að skjóta öruggari stoðum undir byggð á Vestfjörðum og tryggja atvinnuöryggi þannig að hægt sé að styrkja grunnþætti atvinnulífs í fjórðungnum. Megin áhersla atvinnuppbyggingar snúi að sjávartengdri atvinnustarfsemi auk nýtingu allra þeirra auðlinda sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Stjórn félagsins bendir á þann mikla viðsnúning í atvinnulífi og uppbyggingu sem orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum með tilkomu nýrra atvinnutækifæra.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga sendi frá sér. Ályktunin er hér í heild sinni

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, krefst þess að stjórnvöld gefi íbúum Vestfjarða skýr svör og höggvi nú þegar á þá hnúta sem standa atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum fyrir þrifum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga gagnrýnir harðlega hugmyndir um að laxeldi við Ísafjarðardjúp verði slegið á frest eða laxeldi settir þvílíkir afarkostir að ekki verður unt að hefja raunhæfa uppbyggingu laxeldis við Djúp.

Lífsnauðsynlegt er að skjóta öruggari stoðum undir byggð á Vestfjörðum og tryggja atvinnuöryggi þannig að hægt sé að styrkja grunnþætti atvinnulífs í fjórðungnum. Megin áhersla atvinnuppbyggingar snúi að sjávartengdri atvinnustarfsemi auk nýtingu allra þeirra auðlinda sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Stjórn félagsins bendir á þann mikla viðsnúning í atvinnulífi og uppbyggingu sem orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum með tilkomu nýrra atvinnutækifæra.

Í dag er óhóflegur flutningskostnaður rafmagns ásamt erfiðum rekstrarskilyrðum vegna ótryggrar raforku og skorts á boðlegum heilsárssamgöngum innan Vestfjarða mikil ógn við atvinnuöryggi í fjórðungnum. Alþingi á að boða lagasetningu á Teigsskógshnútinn sem framhald við Dýrafjarðargöng og endurbætur Dynjandisheiðar. Nauðsynlegt er að stórbæta afhendingaröryggi raforku í fjórðungnum með því að ráðast strax í byggingu Hvalárvirkjunar. Slíkt verði í sátt við náttúru og samfélag þó þannig að íbúar svæðisins fái að njóta vafans.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga minnir á að landsbyggðin ráðstafar um 30-80% af sínum tekjum á höfuðborgarsvæðinu en höfuðborgarsvæðið eingöngu 10-20% af sínum tekjum í hendur lögaðila á landsbyggðinni. Því eru það sjálfsögð mannréttindi að búsetuskilyrði á Vestfjörðum komist inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Við viljum að fólkið okkar sé sett í forgang og hér verði sköpuð skilyrði til atvinnuppbyggingar í sátt íbúa og náttúru.

Vestfirðingar eru ekki að biðja um neitt meira en fá að bjarga sér.

Ísafirði 4. september 2017

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Fiskur er framtíðin

Fiskur er framtíðin

 Tekjur af umræddum þremur ám í Ísafjarðardjúpi  (Laugardalsá, Langadals og Hvannadalsár) eru í besta falli 20-25 milljónir á ári og ekkert starf skapast á Vestfjörðum vegna þessarar starfsemi, svo vitað sé. Í skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að ef fram­leidd eru 40.000 tonn af eld­is­fiski á ári hafi það í för með sér í kring­um 520 bein störf og um leið 416 af­leidd störf. Sam­tals geti þá 2.246 íbú­ar byggt af­komu sína frá slíku fisk­eldi sam­kvæmt út­reikn­ing­um Byggðastofn­un­ar. Útflutn­ings­verðmæti 40.000 tonn fisk­eldisaf­urða gætu orðið allt að 38,7 millj­arðar, eft­ir kílóverði hverju sinni.

Frá árinu 1991, sem er árið sem ég fæddist, hefur verið stöðug fólksfækkun á Vestfjörðum með nokkrum undantekningum. Núna er kominn tími til þess að snúa við blaðinu og fjölga íbúum, fá fleiri tækifæri og meiri uppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi. Til þess þurfum við Vestfirðingar að standa saman.

Þetta kemur fram í grein sem Freysteinn Nonni Mánason sjávarútvegsfræðingur skrifaði í BB.is. Greinin birtist hér í heild sinni.

Freysteinn Nonni Mánason, sjávarútvegsfræðingur

Mikil umfjöllun hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum um uppbyggingu fiskeldis hér á Íslandi, enda eðlilegt að þegar nýjar atvinnugreinar ryðja sér til rúms takast á ólík sjónarmið og ekki allir á eitt sáttir um hvernig standa skuli að uppbyggingunni. Fiskeldi í sjókvíum er þó ekki nýtt af nálinni hér á landi, en áform um mikla aukningu hafa legið fyrir.

Vegna mikillar fólksfjölgunar í heiminum hefur neysla á fiski og hverskyns sjávarfangi aukist mikið á síðustu árum. Þessari aukningu hefur að stærstum hluta verið mætt með fiskeldi, enda villtir stofnar að mestu fullnýttir.

Fiskeldi er framtíðin – En hver verður hlutur Íslendinga

Enginn vafi liggur á því að fiskeldi er framtíðin, en spurningin er hvort að við Íslendingar ætlum að taka þátt í framleiðslunni. Frá árinu 1988 hafa almennar fiskveiðar verið nokkuð stöðugar, þegar þær fóru upp í tæp 90 milljón tonn, eftir að hafa aukist sífellt ár frá ári með aukinni eftirspurn og tækni í fiskveiðum. Frá 1988 til dagsins í dag hafa veiðar verið rétt undir 100 milljónum tonna, en eldi á sjávarfangi hefur hins vegar aukist gríðarlega frá árinu 1988, þegar eldi á sjávarfangi var ekki nema rétt rúmlega 15 milljónir tonna.

Árið 2014 hafði hinsvegar orðið viðsnúningur á þessu, en þá fór framleitt magn úr eldi yfir 100 milljónir tonna og bendir allt til þess að aukning verði áfram á næstu árum (FAO, 2017).

Uppbygging fiskeldis skiptir okkur Vestfirðinga miklu máli

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa grein, er sú að lítið hefur komið fram um skoðanir ungs fólks á þessu máli og þá sérstaklega ungs fólks á Vestfjörðum, þar sem áform hafa legið fyrir um mikla aukningu í fiskeldi í sjó. Uppbygging fiskeldis skiptir okkur Vestfirðinga gríðarlega miklu máli og óhætt er að segja að niðurstöður Hafrannsóknastofnunar um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi séu gríðarleg vonbrigði. Í niðurstöðum stofnunarinnar kemur fram að möguleg erfðablöndun verði á villtum laxastofnum í Laugardalsá, Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og Breiðdalsá í Breiðdalsvík. Af þessum ástæðum er lagt til að ekki verði leyft eldi í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra neikvæðra áhrifa á villta laxastofna í Djúpinu. En skiptir möguleg erfðablöndun það miklu máli, að koma á í veg fyrir þessa miklu atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum?

2.246 íbúar við Djúp gætu byggt afkomu sína á fiskeldinu

Halldór Jónsson skrifaði grein á vefsíðu Morgunblaðsins 2. ágúst síðastliðinn um fjárhagslega hagsmuni laxveiðiáa í Ísafjarðardjúpi þar sem tekjur af umræddum þremur ám í Ísafjarðardjúpi séu í besta falli 20-25 milljónir á ári og ekkert starf skapast á Vestfjörðum vegna þessarar starfsemi, svo vitað sé. Í skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að ef fram­leidd eru 40.000 tonn af eld­is­fiski á ári hafi það í för með sér í kring­um 520 bein störf og um leið 416 af­leidd störf. Sam­tals geti þá 2.246 íbú­ar byggt af­komu sína frá slíku fisk­eldi sam­kvæmt út­reikn­ing­um Byggðastofn­un­ar. Útflutn­ings­verðmæti 40.000 tonn fisk­eldisaf­urða gætu orðið allt að 38,7 millj­arðar, eft­ir kílóverði hverju sinni.

Laxeldi í Arnarfirði

Fiskeldi er ein umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem þekkist

Ein umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem þekkist

Jafnframt er fiskeldi ein umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem við þekkjum. Sem dæmi má nefna að fóðurstuðull landdýra er mun hærri en sjávardýra, en fóðurstuðull er fóðurinntaka deilt með þyngdaraukningu hvers dags. Gefa þarf nautgripum til að mynda um 8 kílógrömm af fóðri og um 30 lítra af vatni til þess að stækka um eitt kílógramm, fyrir utan gríðarlegt pláss af landi og mikils magns af metani sem nautgripin skila frá sér. Fóðurstuðull laxa (Atlantic Salmon) er ekki nema 1,3 sem gerir 1,3 kílógrömm af fóðri til þess að hann stækki um 1 kílógramm. Önnur landdýr eins og svín hafa fóðurstuðulinn 3 og alifuglar 2 ,sem er einnig mun meira en í laxi. Það verður að horfast í augu við það að framleiðsla á matvælum mun alltaf hafa áhrif. Áskorun okkar er að meta kosti og galla framleiðslunnar og leita leiða til að lágmarka neikvæð áhrif.

Nú er kominn tími til þess að snúa blaðinu við

Frá árinu 1991, sem er árið sem ég fæddist, hefur verið stöðug fólksfækkun á Vestfjörðum með nokkrum undantekningum. Núna er kominn tími til þess að snúa við blaðinu og fjölga íbúum, fá fleiri tækifæri og meiri uppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi. Til þess þurfum við Vestfirðingar að standa saman.

Freysteinn Nonni Mánason, sjávarútvegsfræðingur

Störfum sópað undir teppið

Störfum sópað undir teppið

„Það er sorglegt til þess að vita að ekki hafi verið gerð nein tilraun til þess að meta hin efnahags- og félagslegu áhrif af laxeldi í sjó,  á sama tíma og markmiðið að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það er tómt mál að tala um sjálfbært fiskeldi og ná sátt um greinina án þess að meta alla þrjá þættina. Það liggur ljóst fyrir.
Mikil tækifæri felast í uppbyggingu og starfsemi fiskeldis á þeim svæðum sem við höfum áður tekið ákvörðun um. Umbylting hefur orðið þar sem áður voru skilgreindar brothættar byggðir landsins og laða þær nú til sín störf og þjónustu.“

„Hugsanleg byggðarleg áhrif af 30 þús. tonna leyfum, eins og áform gerðu ráð fyrir, í Ísafjarðadjúpinu fela í sér að um 1700 íbúar gætu haft aðkomu að fiskeldi með einum eða öðrum hætti. Það gæti þýtt 30% fjölgun íbúa á norðurhluta Vestfjarða. Þá fyrst væri hægt að tala um sjálfbært atvinnusvæði.“

Sigurður Ingi Jóhannsson: Hugsanleg byggðarleg áhrif af 30 þús. tonna leyfum, eins og áform gerðu ráð fyrir, í Ísafjarðadjúpinu fela í sér að um 1700 íbúar gætu haft aðkomu að fiskeldi með einum eða öðrum hætti. Það gæti þýtt 30% fjölgun íbúa á norðurhluta Vestfjarða. Þá fyrst væri hægt að tala um sjálfbært atvinnusvæði.

Þetta kemur fram í grein sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og  fyrrverandi forsætisráðherra skrifaði í Morgunblaðið 31. ágúst sl. Greinin birist hér í heild sinni.

Ráðherra fiskeldismála lét þau orð falla að laxeldið væri komið til að vera. Gott og vel, en umhverfisráðherra er ekki viss. Aftur á móti útilokar skýrsla ráðherra fiskeldismála bein og óbein störf á Vestfjörðum – reyndar á Austfjörðum líka. Störf sem gætu annars rennt stoðum undir blómlega uppbyggingu svæðisins.
Fólkið flýr
Það er sorglegt til þess að vita að ekki hafi verið gerð nein tilraun til þess að meta hin efnahags- og félagslegu áhrif af laxeldi í sjó, en á sama tíma er markmið skýrslunnar að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það er tómt mál að tala um sjálfbært fiskeldi og ná sátt um greinina án þess að meta alla þrjá þættina. Það liggur ljóst fyrir.
Mikil tækifæri felast í uppbyggingu og starfsemi fiskeldis á þeim svæðum sem við höfum áður tekið ákvörðun um. Umbylting hefur orðið þar sem áður voru skilgreindar brothættar byggðir landsins og laða þær nú til sín störf og þjónustu.
Hugsanleg byggðarleg áhrif af 30 þús. tonna leyfum, eins og áform gerðu ráð fyrir, í Ísafjarðadjúpinu fela í sér að um 1700 íbúar gætu haft aðkomu að fiskeldi með einum eða öðrum hætti. Það gæti þýtt 30% fjölgun íbúa á norðurhluta Vestfjarða. Þá fyrst væri hægt að tala um sjálfbært atvinnusvæði.
Það er áhyggjuefni að enn þann dag í dag erum við að horfa upp á fólksfækkun, einhæft atvinnulíf og ótryggar samgöngur á Vestfjörðum. Fiskeldi eitt og sér dregur til sín mörg önnur afleidd störf, s.s. sérfræðistörf og hærra menntunarstig.
Nauðsynlegir þættir, sem við fyrir sunnan teljum sem sjálfsagðan hlut, fylgja í kjölfarið. Samgöngur batna, þróun byggðar verður upp á við, unga fólkið er þá líklegra til að setjast að, ferðamönnum fjölgar og uppbygging stærstu atvinnugreinar landsins, ferðaþjónustan nær sér á strik þar sem hennar er beðið með óþreyju.
Aðgerðaleysi ríkisstjórnar og skilningsleysi á sjálfbærni atvinnulífs landsbyggðar getur valdið því að veruleg hætta sé á að byggð þurrkist út innan fárra áratuga, en slík þróun átti sér stað t.d. þegar byggð lagðist af á norðurströndum og í Jökulfjörðum.
Nýsköpun ýtt út af borðinu
Við megum ekki gera lítið úr þeirri áhættu sem laxeldið hefur í för með sér og aukið sjókvíaeldi felur í sér miklar áskoranir sem og að ákvarðanir þurfa að grundvallast á vísindalegum rannsóknum og bestu fáanlegu tækni (BAT). Því sætir það furðu að ekki sé tekið tillit til mótvægisaðgerða sem þarf að þróa, sé vilji fyrir hendi.
Sáttaleið
Það er sorglegt til þess að vita að starfshópurinn hafi ekki geta komið sér saman um að taka tillit til mótvægisaðgerða. Tvennt þarf að koma til, til að sátt náist.
1. Ein hugmynd af mörgum, snýst um að hindra beinlínis för eldisfisks í laxveiðiár. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki þróar slíka tækni.
2. Rýna þarf alþjóðlega, vísindalegt áhættumat áður en það er lagt eitt og sér til grundvallar fyrir ákvarðanatöku um sjálfbært samfélag.
Vinnum að sátt að sjálfbærri atvinnugrein sem skapar viðvarandi og fjölbreytt störf.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins  fyrrverandi forsætisráðherra,

Nýr framkvæmdastjóri Arctic fish

Nýr framkvæmdastjóri Arctic fish

Svein Ole Tveiten

Stein Ole Tveiten

Á næstu vikum mun koma til starfa nýr framkvæmdastjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten sem er í dag framkvæmdastjóri Norway Royal Salmon Feøy og hefur stýrt þeirri starfsemi sl. 7 ár. Sigurður Pétursson sem hefur frá stofnun Arctic Fish fyrir rúmum 6 árum verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins mun starfa áfram hjá félaginu með áherslu á viðskiptaþróun og leyfismál.

Stein Ove er tæplega fertugur, giftur og á tvö börn, hann er menntaður í fiskeldis- og fyrirtækjastjórnun og hefur 17 ára reynslu af fiskeldi. Það er góð viðurkenning fyrir starfsemi Arctic Fish að fá til liðs við fyrirtækið stjórnanda með eins víðtæka reynslu og Stein Ove hefur til þess að leiða uppbyggingu á eldisstarfsemi fyrirtækisins. Stein Ove mun hafa aðsetur á Ísafirði.

Síða 19 af 41« Fyrsta...10...1718192021...3040...Síðasta »