Norskt eldisfyrirtæki kaupir meirihluta í Löxum ehf

Norskt eldisfyrirtæki kaupir meirihluta í Löxum ehf

Måsøval Fiskeoppdrett AS hefur keypt 53,5% hlutafjár í fyrirtækinu Laxar ehf.  Laxar hafa leyfi til 6.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði og eiga og reka tvær seiðastöðvar á suðurlandi þar sem nú þegar er hafin seiðaframleiðsla til undirbúnings eldisins fyrir austan.  Håvard Johannes Grøntvedt, stjórnarformaður Måsøval segir í viðtali við iLaks.no að fyrirtækið sjái mikil tækifæri í fiskeldi á Íslandi og það hyggist taka þátt í þeirri uppbyggingu sem sé að eiga sér stað.  Markmiðið sé að slátra fyrsta laxi fyrirtækisins síðla árs 2018.

Arctic Fish undirbýr vinnslu á Ísafirði

Arctic Fish undirbýr vinnslu á Ísafirði

arcticfish

Arctic Fish (áður Dýrfiskur) hefur ákveðið að færa eldisfiskvinnslu sína til Ísafjarðar, nánar tilekið í Íshúsfélagshúsið.  Verið er að undirbúa uppsetningu nótaþvottastöðvar á vegum Ísfells í hluta húsnæðis fyrirtækisins á Flateyri, auk þess sem Eldisþjónustan verður þar með aðstöðu sína.   Nánar um málið á bb.is

Lindarfiskur í Vík – Innlit

Lindarfiskur í Vík – Innlit

Í Fréttablaðinu 2. júní er að finna skemmtilegt viðtal við Drífu Bjarnadóttur sem rekur fyrirtækið Lindarfisk í Vík í Mýrdal ásamt fjölskyldu sinni.  Lindarfiskur framleiðir bleikju ásamt því að reka fiskvinnslu og litla fiskbúð í Vík.  Lindarfiskur er aðili að LF og dæmi um að ekki þarf allt fiskeldi að vera risavaxið til að ganga vel!  Greinina í Fréttablaðinu er að finna hér.

Arnarlax og Fjarðalax sameinast

arnarlaxfjardarlax

Með sameiningu Arnarlax og Fjarðalax undir merkjum Arnarlax verður til langstærsta fiskeldisfyrirtæki á Íslandi.    Sameinað félag mun búa yfir samtals 21.000 tonna eldisleyfi í þrem fjörðum; Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði. Félagið er auk þess með umsóknir í ferli og gerir ráð fyrir að tvöfalda þessi leyfi innan árs og stefnir á rúmlega 20.000 tonna framleiðslu 2020. Félagið hefur þegar lagt fram umsókn um leyfi í Ísafjarðardjúpi með fyrirhugaða starfsstöð á Bolungarvík og er sú framkvæmd þegar komin í umhverfismatsferli.  Þá hefur fyrirtækið hafið undirbúning að rannsóknum vegna mögulegs sjókvíaeldis í Eyjafirði og Mjóafirði.

Fjarðalax, sem fram að sameiningunni var stærsta og sjókvíaeldisfyrirtæki á Íslandi,  hefur stundað laxeldi í Tálknafirði, Patreksfirði og Arnarfirði með kynslóðaskipt eldi síðan 2010 og er því á sinni 7. eldiskynslóð.  Fyrirtækið rekur fjóra vinnubáta auk sláturskips og pökkunarstöð á Patreksfirði.  Arnarlax hóf sjókvíaeldi í Arnarfirði 2014 og rekur tvo vinnubáta og brunnbát, auk pökkunarstöðvar á Bíldudal.  Ljóst er að samlegðaráhrifin af sameiningunni eru mikil og uppbygging atvinnugreinarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum verður nú öll markvissari í kjölfarið.   Norska laxeldisfyrirtækið Salmar verður kjölfestufjárfestir í hluthafahóp Arnarlax með stofnendum fyrirtækisins feðgunum Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni frá Bíldudal, auk núverandi eigenda Fjarðalax. Forstjóri félagsins verður Kristian Matthíasson og aðalaðsetur félagsins verður á Bíldudal.   Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax og verður það áfram í hinu sameinaða fyrirtæki þar sem nálægt 100 manns munu starfa.

“Við erum ánægð með samkomulag við eigendur Fjarðarlax og teljum að þessi félög eigi mjög vel saman.  Stærðarhagkvæmni er mikilvægt í laxeldi þar sem samkeppnin getur verið hörð þegar harðnar á dalnum, þá geta stærð og hagkvæmni eininganna skipt miklu máli.  Sá árangur sem harðdulegt og metnaðarfullt starfsfólk á sunnanverðum Vestfjörðum hefur þegar lagt í uppbyggingu greinarinnar vekur með okkur þá von að með tíð og tíma munum við styrkja stoðirnar ennfrekar og þar með blómlega byggð á svæðinu”, sagði Kjartan aðspurður um sameininguna.

Síða 7 af 7« Fyrsta...34567