Laxveiði í Noregi vex á milli ára – góðar fréttir fyrir alla!

Samkvæmt tölum Statistisk Sentralbyrå (Hagstofu norðmanna) varð aukning í stangveiði á laxi á árinu 2015 talsverð þar í landi.  Samtals voru veiddir 132.000 laxar í norskum ám árið 2015.  Af laxi sem var aflífaður er aukning í veiði á milli ára rúm 26% og af þeim fiski sem var sleppt aftur var aukningin 31%.  Þá kemur fram að aðeins um 20% af veiddum laxi í Noregi er sleppt aftur í árnar, nokkuð sem gaman væri að bera saman við Ísland og þá vafasömu iðju sem veiða/sleppa fyrirkomulagið er.  Fyrr  í sumar bárust einnig fréttir af góðri veiði í norskum laxveiðiám í  og er því útlitið sannarlega ekki í takt við dauðadómsspádóma ýmissa aðila yfir villtum laxastofnum á Íslandi, fái fiskeldið að vaxa og dafna hér sem annarsstaðar.  Stangveiðimenn og konur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af áhugamáli sínu, amk ekki vegna áhrifa fiskeldis.  Ættu kannski frekar að hafa áhyggjur af verðlagningu veiðileyfanna…

Fiskeldið er mikilvægur hluti af próteinforða mannkyns til framtíðar

Einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis og sjálfbærni, doktor Barry Costa-Pierce, hélt fyrir viku erindi í Háskólasetri Vestfjarða. Þar fjallaði hann um þá áskorun mannkyns að framleiða næga fæðu fyrir sífellt fleiri jarðarbúa og mikilvægi fiskeldis í sjó í því samhengi. Erindið var vel sótt, jafnt af fulltrúum fyrirtækja og stofnana á svæðinu sem meistaranemum í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið.   BB fjallaði um fyrirlesturinn og má finna frétt þeirra og hlekk á glærur Costa-Price hér.

Hvað er nýrnaveiki og hvaðan kemur hún?

Vegna frétta um að nýrnaveiki hafi greinst í seiðastöðvum á Íslandi vill LF  rifja upp nokkrar staðreyndir um nýrnaveiki og hvaðan smitið komi, þ.e. frá villtum stofnum.  Meginverkefnið er í raun að verja eldisfiskinn smiti úr náttúrunni, þar sem bakterían þrífst, en ekki öfugt.    Einnig viljum við minna á að fiskilús er ekki sama og laxalús.  Matvælastofnun er heimildin sem textinn að neðan byggir á:

Nýrnaveiki er okkar elsti sjúkdómur, fyrst greind í seiðastöð við Elliðaárnar 1968. Veikinni hefur skotið upp öðru hvoru og þá fyrst og fremst í laxeldi, en í einstaka tilfellum einnig í eldi bleikju og regnboga. Ítarleg úttekt á klakfiski hefur átt sér stað síðan 1985. Veikin er afar erfið viðureignar og ekki óalgengt að eldisstöðvar komist í rekstrarþrot eftir að smit berst í fiskinn. Engin lækning er til og bóluefni ekki fáanleg. Bakterían leynist í villtum fiski og getur þannig hæglega borist í eldisstöð með frískum smitbera.

• Laxalús (krabbadýrið Lepeophtheirus salmonis) er mjög útbreidd í náttúrunni og getur verið skaðvaldur við hagstæð umhverfisskilyrði þegar kemur að kvíaeldi. Þá þykir ljóst að lúsin getur verið ógnvaldur gagnvart villtum laxa- og silungastofnum þar sem umfangsmikið fiskeldi er stundað í nálægð viðkvæmra vistkerfa laxfiska. Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.

• Fiskilús (krabbadýrið Caligus elongatus) er sú tegund lúsar sem fyrst og fremst er til staðar við íslenskar kvíaeldisaðstæður. Fiskilús er mun minni en laxalúsin, án hvassra tanna og veldur því ekki sambærilegum skaða á roði og laxalúsin. Fiskilúsin er þó hvimleið og getur valdið óþarfa áreiti. Fiskilús er algeng á villtum sjávartegundum, s.s. þorski og ufsa.

 

Uppbygging fiskeldisins hefur víða áhrif

Í Fréttablaðinu í gær er skemmtilegt viðtal við Gísla Ásgeirsson en flutningafyrirtæki hans hefur byggst upp í kringum fiskeldisumsvifin á Vestfjörðum.  Það er sannarlega ánægjulegt að fylgjast með hvernig stoðgreinar eldisins eru að dafna, samfélögunum til hagsbóta.   Í dag vinna á milli 4 og 500 manns beint við fiskeldi á Íslandi en óbeinu störfin eru að líkindum annað eins og fara vaxandi.  Það eru víða tækifæri á þeim svæðum sem eldið fær að dafna og margt spennandi að gerast í kringum fiskeldið á Íslandi.

Viðtalið við Gísla og son hans í Fréttablaðinu má lesa hér.

Síða 3 af 712345...Síðasta »