ESB hefur lagt gríðarlega fjármuni í uppbyggingu fiskeldis

ESB hefur lagt gríðarlega fjármuni í uppbyggingu fiskeldis

 

Karmenu Vella: European Maritime and Fisheries Fund, sem er sjóður á vegum Evrópusambandsins, hefur veitt styrki sem nema um 280 milljörðum króna frá árinu 2013. Þessir fjármunir hafa dreifst um alla Evrópu og farið til hvers konar fiskeldis. Á sama tíma hefur verið varið um 35 milljörðum króna á vegum rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins sem nefnist HORIZON 2020, til þróunar fiskeldis í ESB ríkjunum.

Evrópusambandið vill efla fiskeldi og hefur lagt gríðarlega fjármuni til þess á undanförnum árum. European Maritime and Fisheries Fund, sem er sjóður á vegum Evrópusambandsins, hefur veitt styrki sem nema um 280 milljörðum króna frá árinu 2013. Þessir fjármunir hafa dreifst um alla Evrópu og farið til hvers konar fiskeldis. Á sama tíma hefur verið varið um 35 milljörðum króna á vegum rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins sem nefnist HORIZON 2020, til þróunar fiskeldis í ESB ríkjunum.
Þetta kom fram í ræðu Karmenu Vella, sjávarútvegsstjóra, Evrópusambandsins á 50 ára afmælisfundi evrópsku fiskeldissamtakanna í Brussel nú á dögunum.
Sjávarútvegsstjórinn var afdráttarlaus þegar kom að fiskeldi og taldi að greinin gæti gegnt lykilhlutverki í atvinnusköpun og efnahagsframförum í Evrópu.
„Við viljum að sjálfbært fiskeldi blómstri. Fiskeldi skapar hagvöxt, atvinnu og efnhagslegan stöðugleika, sérstaklega í dreifbýli og í sjávarbyggðunum“, sagði Vella. Hann benti á að fiskeldi gæti aukið matvælaöryggi og færi neytendum holla og próteinríka fæðu.
„Þess vegna styður ESB sjálfbært fiskeldi“, bætti hann við.
„Framtíðin er björt“, sagði sjávarútvegsstjórinn. Hann kvaðst hafa spurt helstu sérfræðinga Evrópusambandsins um hvernig við gætum framleitt meiri matvæli úr hafinu. Svör þeirra voru afdráttarlaus. Meira fiskeldi, sögðu þeir.
Ræða Karmenu Vella sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins er nú aðgengileg á Youtube. Sjá hér:https://www.youtube.com/watch?v=enwOG3KC5lA

„Þetta á bara eftir að stækka“

„Þetta á bara eftir að stækka“

„Þetta á bara eftir að stækka“, segir Stefán Ingvarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins Egersund Ísland, sem er að koma upp fullkominni þvottastöð fyrir fiskeldisnætur á Eskifirði. Stefán segir að ótrúlega margir vinni þegar við fiskeldi á Eskifirði og fyrirtækið kaupi margvíslega þjónustu á staðnum.
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðarbyggðar bendir á að aðaláhrif fiskeldisfyrirtækja séu í gegn um slátrun á laxinum sem nú fer fram hjá Búlandstindi á Djúpavogi í tilviki Laxa fiskeldis sem er með sitt eldi í Reyðarfirði. Þegar forsendur verði fyrir hendi gæti þetta breyst og fiskeldið orðið mikilvægur liður í atvinnulífinu í sveitarfélaginu.

Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðarbyggðar bendir á að aðaláhrif fiskeldisfyrirtækja séu í gegn um slátrun á laxinum sem nú fer fram hjá Búlandstindi á Djúpavogi í tilviki Laxa fiskeldis sem er með sitt eldi í Reyðarfirði. Þegar forsendur verði fyrir hendi gæti þetta breyst og fiskeldið orðið mikilvægur liður í atvinnulífinu í sveitarfélaginu.

Stefán Ingvarsson: „Við getum útvegað allt fyrir fiskeldið, annað en laxinn,“

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu 3. desember. Hér á eftir fer frétt Morgunblaðsins frá 3. desember sl. í heild sinni.
Egersund Ísland er að koma upp þvottastöð fyrir fiskeldisnætur á lóð netagerðar sinnar á Eskifirði. Stutt er í að starfsemin hefjist. Auk þess að þvo næturnar þarf að hafa eftirlit, annast prófun og viðgerðir á nótunum á netaverkstæðinu.
Egersund Ísland er hluti af samstæðu Egersund hinnar norsku. Hún rekur átta nótaþvottastöðvar í nágrenni við flest helstu fiskeldissvæði Noregs. Egersund Ísland sækir í smiðju móðurfélagsins og úr verður fullkomnasta þvottastöð heims.
Þarf gæðakerfi
Þvottavélin er komin á staðinn. Það er ekki nóg því koma þarf upp miklu dælu- og hreinsikerfi. Þvottastöðin fær hreinsaðan sjó frá Eskju, samskonar sjó og notaður er við fiskvinnsluna. Að auki er þvottavatnið sótthreinsað ásamt vatninu sem lekur af nótunum og öllu regnvatni sem bætist á þvottaplanið og það endurnýtt að hluta eða skilað hreinu út í sjóinn aftur. Hreinsivirkið er sett upp í gámaeiningar hjá framleiðandanum í Þýskalandi og verður nánast hægt að stinga í samband þegar gámarnir koma á staðinn.
Barði Westin, þjónustustjóri fiskeldis hjá Egersund Ísland, segir að jafnhliða þurfi að byggja upp vottunarkerfi fyrir alla vinnu við næturnar til að tryggja að þær séu í góðu ásigkomulagi þegar lax er settur í kvíarnar á ný. Það kerfi fái þeir frá Noregi.
Mikil þörf fyrir slíka þjónustu hér á landi
Barði segir að mikil þörf sé á slíkri þjónustu hér á landi og vonast hann til að geta þjónað flestum fiskeldisstöðvum landsins. Allar stöðvarnar hvíla eldissvæðin að lokinni slátrun og þá þarf að þvo næturnar. Barði vonast til þess að hægt verði að gangsetja þvottastöðina í byrjun nýs árs og þjóna Löxum fiskeldi sem eru þessar vikurnar að slátra fyrstu kynslóð laxa úr Reyðarfirði og þurfa að láta þvo og yfirfara næturnar í byrjun næsta árs.
„Getum útvegað allt fyrir fiskeldið annað en laxinn“
Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir að ekki sé grundvöllur til að framleiða nótapokana hér. Þeir séu framleiddir í Noregi og Litháen. Þeir hafi þó þjónað fiskeldinu talsvert, til dæmis með því að selja fyrirtækjum fuglanet sem sett eru yfir kvíarnar.
Hann vekur hins vegar athygli á því að Egersund hafi sameinast Akva-samstæðunni sem er virtur tækjaframleiðandi fyrir fiskeldið. Hluti af fóðurprömmunum sem hér eru í notkun og myndavélabúnaður er til dæmis frá Akva. Egersund geti veitt fiskeldisfyrirtækjum heildarþjónustu. „Við getum útvegað allt fyrir fiskeldið, annað en laxinn,“ segir Stefán.
Hann segir fyrirtækið vera heppið að eiga þetta bakland í Noregi. „Við nýtum okkur reynslu Norðmanna sem eru lengst komnir í fiskeldi í heiminum,“ segir hann.

Stefnir í 250 þúsund tonna aukningu í laxeldi í Noregi

Stefnir í 250 þúsund tonna aukningu í laxeldi í Noregi

Laxeldisframleiðsla í Noregi mun aukast um 20 prósent, eða um 250 þúsund tonn frá árinu í fyrra og fram til ársins 2022. Þessar upplýsingar koma fram í greiningu hins þekkta fjárfestingarbanka Pareto sem sérhæfir sig á þessu sviði, en eru í algjörri mótsögn við það sem oft er haldið fram hér á landi um að enginn vöxtur eigi sér nú stað í fiskeldi í Noregi.
Aukningin ein svarar til um tuttugufaldri heildarframleiðslu á laxi hér á landi á þessu ári. Talið er að laxeldisframleiðslan muni aukast að jafnaði um 5 prósent á næstu árum í Noregi.
Ef skoðuð er þróunin á milli ára í Noregi blasir við áhugaverð mynd.
2017: 1,208 þúsund  tonn ( 1,2 milljónir tonna)
2018: 1,251 þúsund tonn  (1,3 milljónir tonna)
2019: 1,324 þúsund tonn  (1,3 milljónir tonna)
2020: 1,367 þúsund tonn   (1,4 miljónir tonna)
2021: 1,414 þúsund tonn   (1,4 milljónir tonna)
2022: 1,453 þúsund tonn   (1,5 milljónir tonna)

Af þessu má meðal annars ráða að aukningin ein í Noregi frá því í fyrra nemur 43 þúsund tonnum, sem er þreföld til fjórföld ársframleiðsla okkar Íslendinga á laxi.

Lesa má einnig um þessi mál í þessari grein eftir Gunnar Davíðsson: http://www.lf.is/oflokkad-is/er-laxeldi-i-opnum-sjokvium-bannad-i-noregi/

Er laxeldi í opnum sjókvíum bannað í Noregi?

Er laxeldi í opnum sjókvíum bannað í Noregi?

Það virðist algengur misskilningur eða missögn í umræðu um laxeldi á Íslandi, að lokað hafi fyrir útgáfu á eldisleyfum fyrir opið sjókvíaeldi í Noregi, og að það sé meiginástæða þess að Norðmenn sæki nú til Íslands með eldi í opnum sjókvíum. Því er haldið fram að aðeins sé hægt að fá ný leyfi sé eldið flutt upp á land eða í lokaðar sjókvíar. Þetta er alls ekki rétt, ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og sett í rekstur meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.
Fiskeldi í Noregi hefur þróast frá því að vera lítil atvinnugrein upp í stóriðnað á um það bil 40 árum. Fyrstu árin voru í raun ekki gefin út leyfi en leyfisveitingar hófust skömmu fyrir 1980. Eldið er nú háð leyfum sem takmarka framleiðslu í svokölluðum hámarks lífmassa í tonnum. Þannig er takmarkaður hámarks lífmassi sem hvert fyrirtæki má hafa í sjó, bæði samtals og á hverri eldisstöð fyrir sig. Lífmassi merkir hér hversu mörg tonn af fiski fyrirtækið má vera með í eldi á hverjum tímapunkti.

Hér má sjá tölur yfir útgefin ný starfsleyfi eftir 1980 en alls hafa til þessa verið gefin út rúmlega þúsund leyfi fyrir rúmlega 1 milljón tonna lífmassa í öllum Noregi. Leyfin eru að öllu jöfnu fyrir um 780 tonna lífmassa en geta verið misjöfn að stærð eftir því hvar og hvenær þau voru gefin út.

1981 50 ný leyfi.
1984 100 ný leyfi.
1985 150 ný leyfi.
1989 30 ný leyfi.
1989-2002 þreföld stækkun allra eldri leyfa.
2002 40 ný leyfi.
2003/4 60 ný leyfi.
2005 öll eldri leyfi stækkuð um 30%.
2009 65 ný leyfi.
2011 leyfi í Troms og Finnmark fylkjum stækkuð um 5%.
2013 45 ný leyfi.
2016 eldri leyfi má auka úr 780 tonnum í 838 tonn.
Árið 2016 hófst útgáfa þróunarleyfa, en aðeins lokuð eldisker, úthafsbúr og «eldisskip» hafa fengið slík leyfi.
2018 um 20 ný leyfi (fyrir um 16 þúsund tonna lífmassa).

Gunnar Davíðsson: Norsk yfirvöld hafa sett sér það markmið að auka eldisframleiðsluna í opnum sjókvíum um að jafnaði 3% á ári sem felur í sér nálægt 30.000 tonna árlega aukningu á lífmassa. Enn sem komið er, er samt ekki komin í rekstur nein landeldisstöð af umtalsverðri stærð. Það má því búast við því að sjókvíaeldi með þeim lausnum sem notaðar eru í dag bæði í Noregi og á Íslandi muni áfram bera meginþorra laxeldis í báðum löndum

Auk ofangreindra leyfa hafa verið gefin út ýmis sérleyfi til eldisrannsókna, sýningaleyfi og leyfi fyrir menntastofnanir og skóla. Alls hafa um 50 slík leyfi (um 40.000 tonna lífmassi) verið gefin út.

Þegar norska sjávarútvegsráðuneytið gefur út starfsleyfi þá getur það legið lengur eða skemur áður en það er sett í rekstur. Fyrirtæki sem fá starfsleyfi þurfa, áður en rekstur hefst, að sækja um rekstrarleyfi á eldisstað sem hentar fyrir eldið og þurfa þá að uppfylla ákveðin skilyrði um vistvænan og ábyrgan rekstur.

Enda þótt strandlengja Noregs sé um 100.000 km og hafsvæði í efnahagslögsögunni nálægt 2 milljónum ferkílómetra, þá er vissulega farið að þrengja að áframhaldandi vexti í lax- og silungseldi í Noregi, enda ársframleiðslan af laxi og silungi nú orðin 1,3 milljónir tonna. Því fer samt fjarri að útgáfa eldisleyfa í opnum sjókvíum í Noregi hafi verið stöðvuð eða bönnuð. Norsk yfirvöld hafa sett sér það markmið að auka eldisframleiðsluna í opnum sjókvíum um að jafnaði 3% á ári sem felur í sér nálægt 30.000 tonna árlega aukningu á lífmassa. Laxeldi á landi er ekki takmarkað með starfsleyfum eins og sjókvíaeldið. Enn sem komið er, er samt ekki komin í rekstur nein landeldisstöð af umtalsverðri stærð. Það má því búast við því að sjókvíaeldi með þeim lausnum sem notaðar eru í dag bæði í Noregi og á Íslandi muni áfram bera meginþorra laxeldis í báðum löndum.

Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunar hjá Troms fylki í Norður-Noregi. Gunnar er sjávarútvegsfræðingur MSc. frá háskólanum í Tromsö og hefur starfað meðal annars við úthlutun rekstrarleyfa til eldis í Troms í áraraðir.

Eindreginn stuðningur Framsóknarflokksins við uppbyggingu fiskeldis

Eindreginn stuðningur Framsóknarflokksins við uppbyggingu fiskeldis

Fram kom afdráttarlaus stuðningur við uppbyggingu fiskeldis í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og samgöngu og sveitarstjórnarráðherra sem og í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar flokksins sem haldinn var nú um síðustu helgi.
Í ræðu formanns Framsóknarflokksins á haustfundinum sagði meðal annars: „Við skiljum líka að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu á fiskeldi þurfa að hafa möguleika á að blómstra.“
Í stjórnmálaályktuninni segir: „Mikil verðmæti eru fólgin í því að byggja upp fiskeldið og Framsóknarflokkurinn sem byggðastefnuflokkur mun styðja við þá uppbyggingu sem snýr að fiskeldi því að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu í greininni þurfa að hafa möguleika á að blómstra.“
Hér fer á eftir annars vegar sá kafli ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar þar sem hann ræðir um fiskeldismálin og ennfremur sá hluti stjórnmálaályktunarinnar sem fjallar um þau mál.
„Þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu á fiskeldi þurfa að hafa möguleika á að blómstra“
Í ræðu formanns Framsóknarflokksins segir:
„Við erum einnig að horfa á ótrúleg átök sem varða fiskeldi sem er tiltölulega nýja atvinnugrein. Við höfum fullan skilning á að hagmunir eru í að vernda villtan laxinn, þess vegna er fiskeldi á afmörkuðum svæðum. Við skiljum að það eru gríðarlega verðmæti fólgin í því að halda áfram að byggja áfram upp þann hluta. Við skiljum líka að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu á fiskeldi þurfa að hafa möguleika á að blómstra. Við erum umhverfissinnaður flokkur. Þess vegna munum við finna jafnvægi á milli þessara hagsmuna, þeirra sem vilja vernda og nýta. Eitt útilokar ekki annað og báðir aðilar eiga að geta blómstrað á Íslandi. Við stöndum með þeim byggðum sem eiga undir högg að sækja. Við þurfum nýjar útflutningstekjur, en um leið að skilja báða hagsmuni.“

„Framsóknarflokkurinn mun styðja uppbyggingu sem snýr að fiskeldi“

Í stjórnmálaályktun Framsóknarflokksins á haustfundinum er sérstakur kafli um fiskeldismálin undir fyrirsögninni: Áframhaldandi uppbygging fiskeldis
„Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein og mun skapa okkur miklar útflutningstekjur.
Samhliða þeirri uppbyggingu þarf að tryggja verndun villta laxstofnsins við Ísland, þess vegna er fiskeldi á afmörkuðum svæðum.
Mikil verðmæti eru fólgin í því að byggja upp fiskeldið og Framsóknarflokkurinn sem byggðastefnuflokkur mun styðja við þá uppbyggingu sem snýr að fiskeldi því að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu í greininni þurfa að hafa möguleika á að blómstra. Áfram þarf að vinna að mótvægisaðgerðum sem tryggja verndun alls lífríkis og lágmarka hættu á erfðablöndun við íslenska laxastofninn.
Framsóknarflokkurinn er umhverfissinnaður flokkur. Því er mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara hagsmuna, þeirra sem vilja vernda og nýta. Eitt útilokar ekki annað og alli hagsmunaaðilar eiga að geta blómstrað á Íslandi. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til standa með þeim byggðum sem eiga undir högg að sækja.“

Síða 1 af 4112345...102030...Síðasta »