Icelandic Aquaculture 2016:
15.000 TONS PRODUCED
50 MILLION MEALS
Fréttir

Fiskeldi Austfjarða fær nýjan fóðurpramma
Í síðustu viku kom til hafnar á Djúpavogi nýr fóðurprammi í eigu Fiskeldis Austfjarða. Pramminn sem fengið hefur nafnið Úlfsey ber tæplega 400 tonn af fóðri og er þegar kominn í notkun á nýrri eldisstaðsetningu fyrirtækisins í Berufirði. Úlfsey er smíðuð 2008 og er...

Matvælalandið Íslands
Matvælalandið Ísland. „Önnur grein sem enn fer lítið fyrir er fiskeldi á Íslandi. Sú grein er ólík helstu stoðgreinum okkar, líkist helst landbúnaði, enda er eldisfiskurinn ræktaður af alúð. Hún er ólík landbúnaði að því leyti að eldisfiskurinn er nær eingöngu...
Fiskeldi á Íslandi
Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:
Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.
Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.
Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.
Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.