Fiskeldi Austfjarða fær nýjan fóðurpramma

Fiskeldi Austfjarða fær nýjan fóðurpramma

Í síðustu viku kom til hafnar á Djúpavogi nýr fóðurprammi í eigu Fiskeldis Austfjarða.  Pramminn sem fengið hefur nafnið Úlfsey ber tæplega 400 tonn af fóðri og er þegar kominn í notkun á nýrri eldisstaðsetningu fyrirtækisins í Berufirði.  Úlfsey er smíðuð 2008 og er afar vel búið og glæsilegt verkfæri.  Að sögn Jónatans Þórðarsonar, eldisstjóra FA, er um byltingu að ræða fyrir starfsmenn fyrirtækisins og mikil ánægja er með komu Úlfseyjar en hún er stærsti sérsmíðaði fóðurprammi sem notaður hefur verið á Íslandi.  Koma Úlfseyjar markar enn frekar þá miklu uppbyggingu sem er að verða í íslensku fiskeldi um þessar mundir og þá fagmennsku sem einkennir hana.

Matvælalandið Íslands

Matvælalandið Íslands

Matvælalandið Ísland. „Önnur grein sem enn fer lítið fyrir er fiskeldi á Íslandi. Sú grein er ólík helstu stoðgreinum okkar, líkist helst landbúnaði, enda er eldisfiskurinn ræktaður af alúð. Hún er ólík landbúnaði að því leyti að eldisfiskurinn er nær eingöngu útflutningsafurð eins og afurðir sjávarútvegsins. Á síðasta ári nam framleiðsla í fiskeldi rúmum 8.300 tonnum sem er um 99 þúsund máltíðir á dag alla daga ársins.

Fiskiréttir 17. mars 2016. Sjá greinina

Eldisfiskur er laus við lyfjanotkun

Eldisfiskur er laus við lyfjanotkun

Heilsufar á eldisfiski á Íslandi er gott og svo gott að flutt hafa verið út seiði til Noregs. Notkun lyfja og annarra efna er stranglega bönnuð í íslensku fiskeldi. Í þeim undantekningartilfellum sem meðhöndla þarf eldisfisk er slíkt einungis gert í kjölfar sjúkdómsgreiningar og undir handleiðslu dýralækna fisksjúkdóma hjá MAST. Smáseiði eru bólusett áður en þeim er komið fyrir í sjókvíum eða áframeldi, en langflest dýr sem eru alin til manneldis í sjó eða á landi fá einhverskonar bóluefni til að hindra að þau sýkist í villtri náuttúru. Á hverju ári er tekinn fjöldi sýna úr sláturfiski til að sýna fram á hreinleika afurðanna. Á liðnum áratugum hafa aldrei komið fram sýni sem vakið hafa grunsemd um lyfjainnihald.

Lúsalyf hafa aldrei verið notuð í íslensku fiskeldi. Hin skaðlega laxalús á erfitt uppdráttar við íslenskar aðstæður vegna lágs hitastig sjávar. Þá er laxeldi bannað á svæðum nálægt helstu farleiðum villtra laxa sem dregur úr náttúrlegu smiti. Til að tryggja enn frekar mótvægi við smiti, byggir stefna LF og stjórnvalda á kynslóðaskiptu eldi og hvíld eldissvæða sem dregur úr áhættu á að laxalús nái sér á strik á þeim svæðum sem eldi er stundað.

Framleiðsla ársins 2015

Framleiðsla ársins 2015 var 8.289 tonn sem er 3.300 tonn undir áætlun ársins sem var 11.600 tonn. Mesti samdrátturinn var í laxeldi um 680 tonn og þorski 236 tonn eða rúm 60 tonn í heild milli áranna 2014 og 2015. Aukning var í bleikju um 466 tonn, 125 tonn í regnbogasilung og ný tegund kom inn í framleiðsluna, Senegal flúra 290 tonn. Mikill lífmassi er í sjó en nokkrir framleiðendur frestuðu slátrun á fiski fyrir jólin og hófu slátrun í þessum mánuði. Áætlun fyrir 2016 liggur fyrir og reiknað er með að slátrað magn verði rúm 15.000 tonn og aukningin verði mest i laxi og regnbogasilung. Sjá má framleiðslutölur hér…..

Síða 1 af 612345...Síðasta »